Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Side 9
Athugasemd um röð landsfunda:
í prentaðri skýrslu um landsfund 1948 er í fyrsta
skipti birt registur um „Landsfundi Sjálfstæðisflokksins”.
í þeirri röð er landsfundur (íhaldsflokksins) 1929
talinn fyrstur og landsfundur 1948 hinn níundi. Sú villa
hefur þá orðið, að landsfund 1934 vantar í röðina, svo að
í raun var landsfundur 1948 hinn tíundi, þegar
landsfundur 1929 er talinn með, eins og gert er.
Þessi misgáningur stafar sjálfsagt af því, að
fundargerð landsfundar 1934 hefur ekki verið færð inn í
rétta fundargerðabók. Eyða hefur verið skilin eftir í
bókinni, til þess að færa fundargerðina inn síðar. Það
hefur aldrei verið gert, og líklegast er fundargerðin nú
glötuð.
Þegar landsfundaskráin var samin árið 1948,
hefur semjanda hennar sést yfir landsfund 1934, því að
ekkert er um hann í fundargerðabókinni, sem stuðst hefur
verið við við samningu skrárinnar.
Þegar skýrsla um landsfund 1951 er gefin út,
stendur efst á forsíðu: „Tíundi landsfundur
Sjálfstæðisflokksins”, og síðan hefur þeirri röð verið
haldið (t.d. „Ellefti landsfundur Sjálfstæðisflokksins
1953” o.s. frv.). Listinn yfir landsfundi er oftast birtur í
landsfundarskýrslunum, og alltaf er það sama sagan:
Byrjað er á 1. landsfundi 1929, en ávallt hlaupið yfir
landsfund 1934.
Röðin hefur þess vegna ruglast, því að
landsfundur 1951 er ellefti landsfundur, en ekki hinn
tíundi, fyrst landsfundur 1929 er talinn með.
Landsfundur 1991 var talinn hinn 29, en ætti að
vera hinn þrítugasti. Þetta verður nú leiðrétt.
7