Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Side 10

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Side 10
1. Landsfundur (fyrsti og síðasti landsfundur íhaldsflokksins og fyrsti landsfundur Sjálfstæðisflokksins), haldinn í Varðarhúsinu við Kalkofnsveg og í Café & Restauration A. Rosenbergs við Pósthússtræti 7, Reykjavík frá fimmtudeginum 4. til laugardagsins 6. apríl 1929. Landsfundir íhaldsflokks og Sjálfstæðisfiokks - Nafnbreyting íhaldsflokksins. Svo hefur verið talið, að fyrsti og eini landsfundur Ihaldsflokksins, 4.-6. apríl 1929, hafi um leið verið 1. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins. Lands- fundaröð Sjálfstæðisflokksins hefur til dæmis langoftast verið miðuð við það, að svo hafi verið, að minnsta kosti á síðari árum. (I júní 1936 er sagt bæði í Morgunblaðinu og Vísi, að þá sé haldinn 6. Landsfundur Sjálfstæði- flokksins, svo að þá þegar er landsfundur 1929 talinn með). Styðja má þessa skoðun ýmsum rökum. Einmitt um þetta leyti 1929 voru Ihaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn að renna saman í einn flokk, hinn nýja Sjálfstæðisflokk. (Sjálfstæðisflokkurinn gamli varð til 1907-1908 af fylgismönnum Þjóðræðisflokks og Landvarnarflokks og formlega stofnaður 14. febrúar 1909; klofnaði í „þversum og langsum” 1915 og í enn fleiri fylkingar 1916; lognaðist út af 1926). Fylgismenn Ihaldsflokksins, sem voru miklum mun fleiri en fylgismenn Frjálslynda flokksins, gengu allir til liðs við hinn nýja Sjálfstæðisflokk þegar í upphafi, enda álitu sumir fremur um nafnabreytingu að ræða, og á landsfundi 1931 virðast þeir telja þann fund eðlilegt 8

x

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936
https://timarit.is/publication/1788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.