Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Page 11

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Page 11
framhald af fundinum 1929. Segja má því, að söguleg samhengisrök mæli með því að telja hinn eina landsfund Ihaldsflokksins, sem stofnaður hafði verið 24. febrúar 1924, einnig fyrsta landsfund Sjálfstæðisflokksins. Eftir miklar umræður á landsfundinum 1929 varð ljóst, að fella yrði niður íhaldsflokksnafnið og taka upp annað nýtt. Þótt nafnbreyting væri óumflýjanleg, urðu menn ekki á eitt sáttir um það, hvert hið nýja nafn skyldi vera. Talið hefur verið af ýmsum, að nafnið „Sjálfstæðisflokkur” hafi orðið ofan á að kvöldi síðasta fundardags, þegar fundarmenn hittust í kaffistofu Rosenbergs, og hafi þá fyrsti og síðasti landsfundur Ihaldsflokksins breyst í fyrsta landsfund Sjálfstæðisflokksins á síðustu mínútum fundarins. Væri þetta víst, hefði þessi fundur sannarlega verið fyrsti landsfundur Sjálfstæðisflokksins. Harla ólíklegt verður þó að teljast, að þetta hafi gerst. Fundargerð var ekki rituð þetta kvöld (a.m.k. þá ekki færð í rétta fundargerðabók), og þeim, sem þetta tekur saman, hefur ekki tekist að finna neinn, sem þetta man eða veit með vissu (í júlí 1992). Dr. Magnús Jónsson segir í bók sinni, „Sjálfstæðisflokkurinn fyrstu fimmtán árin”, Reykjavík 1957, að 1. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafi verið haldinn í febrúar 1931. Hann hefur því bersýnilega ekki álitið eða ályktað, að neitt hafi atvikast á seinasta fundi landsfundar Ihaldsflokksins 1929, sem orsakaði breytingu hans í fyrsta landsfund Sjálfstæðisflokksins. Dr. Magnús mátti manna gerst um þetta vita. Hefð er þó komin á það að telja þennan fund með landsfundunt Sjálfstæðisflokksins, enda stjórnmálafræðilega og sögulega alveg réttlætanlegt. 9

x

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936
https://timarit.is/publication/1788

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.