Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Page 17

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Page 17
flestum flokksmönnum laust í hendi hvort eð var, eins og berlega kom í ljós á landsfundinum. Hins vegar hefur hvergi fundist heimild fyrir því, að mönnum hafi dottið nafnið „Sjálfstæðisflokkur” í hug fyrir sameininguna, en nöfnin „Sjálfstjórnarflokkur”, „Frjálsræðisflokkur” og „Umbótaflokkur” eru nefnd. Þess skal getið, að á bls. 316-318 í III. bindi sjálfsævisögu sinnar sem áður er vitnað til, segir Sigurbjörn í Vísi frá merkilegri sendiferð, sem hann fór „snemma vors 1929” að bón Jóns Þorlákssonar á fund Jakobs Möller, forystumanns Frjálslynda flokksins í Reykjavík. Jón hafði beðið Guðmund Ásbjömsson að biðja Sigurbjöm um að fara til Jakobs, ræða við hann um hugsanlega sameiningu flokkanna og undirbúa fund þeirra Jóns og Jakobs, féllist Jakob á það að hitta Jón vegna þessa máls. Jakob tók Sigurbirni og erindi hans vel. I ljós kom, að það var aðeins nafnið á Ihaldsflokknum, sem var honum þyrnir í augum, en stefnu hans taldi hann vera frjálslynda og þess vegna í lagi. - Það kann að þykja einkennilegt, að í jafnfámennu bæjarfélagi, þá þegar símavæddu, þar sem flestir þekktust meira og minna, og a.m.k. allir stjórnmálamenn, skuli hafa þurft að sérhanna og smíða sérstaka tveggja hlekkja keðju traustra meðalgöngumanna, til þess að koma fundi þeirra Jóns og Jakobs á, en þetta sýnir aðeins, hve ástandið var viðkvæmt, flokkadrættir viðsjálir og menn varir um sig og tortryggnir. Á þingflokksfundi Ihaldsmanna hinn 18. mars 1929, 17 dögum fyrir landsfund, var meirihluti fyrir nafnskiptum, og vildu flestir kalla flokkinn „Sjálfstjómarflokk” en aðrir „Umbótaflokk”. Sjálfstæðisflokkur er ekki nefndur í fundargerð. 15

x

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936
https://timarit.is/publication/1788

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.