Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Page 18

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Page 18
Þegar dr. Magnús Jónsson fer að ræða seinni nafnskipta-ástæðuna í áðurnefndri bók sinni (bls. 19-20), segir hann: „Annað kom hér til greina. Eins og áður hefur verið að vikið, var Frjálslyndi flokkurinn stofnaður 1927, og dró mjög til samvinnu milli íhaldsmanna og Frjálslyndra við þingstörfin, er fram í sótti. Þótti mönnum því eðlilegast, að gera þá samvinnu öruggari með því að sameina þessa tvo flokka. Var svo komið í þinglok 1929, að ekkert virtist því til fyrirstöðu, að þessir flokkar gætu sameinast. Um nafnið á hinum nýja flokki voru menn á hinn bóginn ekki alveg sammála. Var talað um „Umbótaflokk”. En flestum þótti Sjálfstæðisflokks- nafnið best til fallið. Gegn því var helst sú mótbára, að það væri ekki nýtt flokksnafn. Flestum þótti þó sú mótbára lítilvæg. bentu þeir m.a. á, að sama mætti segja um Framsóknarflokks-nafnið. Það nafn hafði flokkur borið um og eftir aldamótin og þótti ekki koma að sök. Helst voru það gamlir Heimastjórnarmenn, er barist höfðu lengi gegn eldri Sjálfstæðisflokknum, sem féll þetta nafn miður. En sú mótspyrna var lítil og brátt yfirstigin án ágreinings, og Sjálfstæðisflokks-nafnið valið”. Ekki skýrir dr. Magnús frá því, hvar og hvenær þessar umræður um nýtt nafn fóru fram, né hverjir tóku þátt í þeim eða hvernig endanleg ákvörðun var tekin. Þetta hlýtur þó að hafa gerst eftir að landsfundi lauk, 6. apríl, og áður en yfirlýsingin um flokksstofnun var undirrituð, 25. maí, og sjálfsagt hafa það verið þingmennirnir, sem ákváðu nafnið að lokum. Eftir orðalagi í frásögn Magnúsar að dæma, mætti helst ætla 16 j

x

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936
https://timarit.is/publication/1788

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.