Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Side 20
skipaferðum. Fjöldi flokksmanna frá Reykjavíkur-
félögunum var þó takmarkaður.
Landsfundur þessi var haldinn dagana 4.-6. apríl
og varð mjög fjölsóttur. Voru fundarmenn um 200, og
komu menn hvaðanæva að af landinu. Kom fram afar
mikill einhugur og áhugi. Hins vegar var hér ekki um
fulltrúafund að ræða, eins og áður hefur verið sagt, og
var því ekki lögð áhersla á að gera samfelldar ályktanir
um landsmál. Þó voru gerðar þar ályktanir, þar sem
landsfundurinn áréttaði starf þingmanna sinna í þeim
stórmálum, sem þeir höfðu flutt á Alþingi, svo sem um
raforkuveitur, rekstrarlán, vinnudóm eða aðra aðferð til
lausnar vinnudeilum og eflingu samgangna á sjó og
landi, svo og almennt um samvinnu milli stétta og
eflingu atvinnuvega í höndum einstaklinga. Ennfremur
voru gerðar ýmsar ályktanir um starf flokksins,
fundahöld, málgögn og uppörvun til starfs.
Má óhætt fullyrða, að þessi fjölmenna og
glæsilega samkoma, líklega eitthvert fjörmesta og
áhugasamasta flokksþing, sem nokkru sinn hefur verið
haldið hér á landi, hafi sannfært ekki aðeins Ihaldsmenn,
heldur og aðra flokka um það, að slíkar samkomur væri
nauðsynlegt að hafa við og við, til þess að treysta
samheldni og efla starfsmöguleika flokksmanna.”
l.fundur.
í fundargerð segir, að formaður íhaldsflokksins,
Jón Þorláksson, alþingismaður, hafi sett landsfundinn og
boðið fundarmenn velkomna kl. 4:30 e.h. fimmtudaginn
4. apríl í Varðarhúsinu.
Síðan segir: „Að því loknu tók til máls Magnús
18