Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Page 21

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Page 21
Jónsson, alþm. Flutti hann glöggt erindi um starf on stefnu Ihaldsflokksins. I lok ræðu sinnar minntist hann á nafn flokksins. og út af því efni spunnust einkum þær ræður, er á eftir fóru. Tóku margir til máls, en urðu þó nokkrir frá að hverfa, sökum þess að fundartíminn var að þrotum kominn. Þessir menn töluðu á fundinum: Sigurður Kristjánsson, ritstjóri, Isafirði, Jón Jónsson, bóndi í Firði, Jóhann G. Möller, stud. jur., Hafsteinn Pétursson, bóndi á Gunnsteinsstöðum, Sigurður Amgrímsson, ritstjóri, Seyðisfirði, Árni Pálsson, bókavörður, Eggert Levý, bóndi að Osum í V-Húnavatns- sýslu, Olafur Thors, alþm., Jón Guðmundsson, bóndi, Garði, Pistilfirði, Jón Pálmason, bóndi á Akri í V-Húna- vatnssýslu, Árni Jónsson, ritstjóri, Jón Jóhannesson, rit- stjóri, Siglufirði, Helgi Guðmundsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og Lúðvík Nordal Davíðsson, læknir á Eyrarbakka. Er þessir menn höfðu lokið máli sínu, var sam- kvæmt ósk fundarins skipuð níu manna nefnd til þess að athuga nafnbrevtingu flokksins og gera tillögur í því efni. Þessir hlutu kosningu: Jón Þorláksson, Jón Pálmason, Akri, Jón Guðmundsson, Garði, Sigurður Kristjánsson, ritstjóri, Jón Jónsson, Firði, Jón Jóhannesson, Siglufirði, Árni Pálsson, Ingólfur Flygenring og Jóhann G. Möller. Morgunblaðið segir daginn eftir um fundinn m.a. „Á fundinum í gær flutti Magnús Jónsson, alþm. skörulegt erindi um störf og stefnu íhaldsflokksins. Að erindinu loknu spunnust fjörugar umræður, og þótti ýmsum, að nafnið á flokknum kæmi ekki vel heim við stefnu flokksins. Var á fundinum kosin níu manna nefnd til þess að athuga þetta sérstaklega og koma með tillögu þar að lútandi.” 19

x

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936
https://timarit.is/publication/1788

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.