Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Qupperneq 24
málshefjanda, Áma Pálssyni, bókaverði, orðið. Rakti
hann í snjallri og þróttmikilli ræðu stjórnarástandið í
landinu, sem hann taldi óskaplegt”.
Þessir tóku til máls: Einar Jónsson, alþm., Ólafur
Thors, alþm., Jón Jónsson, bóndi í Firði, Jón
Guðmundsson, bóndi í Garði, Thor Thors, cand. jur.,
Ásgeir Magnússon, kennari, Jóhann Þ. Jósefsson, alþm.,
Jón Jóhannesson, Siglufirði og Árni Pálsson, bókavörður.
Fundi var slitið kl. 7:30.
4. fundur.
Hann var settur í Varðarhúsinu laugardaginn 6.
apríl kl. 10. f.h. Formaður setti fund og skipaði
fundarstjóra Jón bónda á Akri Pálmason, formann
stjórnmálafélagsins Varðar í A-Húnavatnssýslu. Þá flutti
Árni Jónsson, ritstjóri, erindi um afstöðu Ihaldsflokksins
til landbúnaðarins. Sýndi hann með glöggum línum verk
og starfsemi íhaldsflokksins í þágu landbúnaðarins og
hins vegar aðdróttanir og hégiljur andstöðuflokksins.
Umræðu um málið var frestað, en næst tók til
máls Jón Þorláksson, alþm., og flutti erindi um atvinnu-
og skattamál. Skýrði ræðumaður stórlega vel
undirstöðuatriði og meginþætti atvinnulífs og fór
nokkrum orðum um samkeppni í viðskiptum og almennt.
Þá sneri og ræðumaður sér að skattamálunum og skýrði
skattastefnu Ihaldsflokksins. (Fer erindið hér á eftir en
það hefur einnig verið birt í 1. og 2. hefti Stefnis, tímarits
um þjóðmál og fleira 1929 undir heitinu „Milli fátæktar
og bjargálna”. Ræðan var auk þess gefin út sérprentuð
1941 og í bókinni „Sjálfstæðisstefnunni” (Heimdallur,
Reykjavík 1979)”.
22