Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Side 27
þessar 1000 kr. einhverjum atorkumanni, sem fær sér
arðberandi verðmæti fyrir peningana, t.d. ræktar land
fyrir upphæðina eða kaupir ær fyrir hana eða fiskibát, þá
er verðmætið þar með komið í þessa fjármuni, þar
geymist það, ber eiganda fjármunanna arð, en hann
greiðir af þeim arði vexti í bankann, og bankinn greiðir
innstæðueigandanum vexti. Þarna eru þá „peningar'v1nn-
stæðumannsins geymdir í arðberandi fjármunum lán-
takans. Fjármunimir eru hið raunverulega verðmæti,
„peningamir” eru þarna ekkert annað en krafa eins borgara
(innstæðumannsins) á hendur öðrum (atvinnurekandanum).
En hugsum oss nú, að bankanum væri ekki betur
stjómað en svo, að þessar 1000 kr. væru lánaðar
einhverjum fáráðling eða óhappamanni, sem eyddi þeim
til einskis gagns; þá er verðmæti þessarar innstæðu orðið
að engu. Innstæðueigandinn á að vísu sína kröfu á
bankann, en nú verður bankinn að grípa til einhverra
annarra verðmæta þjóðfélagsins, þegar innstæðan er
heimtuð út, taka til þess af varasjóði sínum eða arði.
Fyrir þjóðfélagið er innstæðan ekki lengur neitt
verðmæti, hún getur ekki borið því neinn arð, af því að
engir henni samsvarandi fjármunir eru neins staðar til.
í þriðja lagi gæti bankinn komið innstæðufénu,
þessum 1000 kr., í ávöxtun og geymslu erlendis. Sé sú
geymsla trygg, er unnt að heimta innstæðuna til baka,
hvenær sem er, án þess að skerða til þess nein innlend
verðmæti.
Að svo stöddu skal ekki farið lengra í útlistanir á
þessu, en niðurstaðan dregin saman í fáum orðum:
Efnaleg verðmæti eða eignir hvers þjóðfélags eru fólgin í:
1. Verðmætum fjármunum í landinu og í eign
landsmanna.
25