Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Side 33

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Side 33
nemenda um námið. Hún er framkvæmd á þann hátt, að hver nemandi reynir að nema sjálfur sem bezt allt það, sem kennt er í skólanum, til þess að verða framarlega í röð keppinautanna - skólabræðranna eða skólasystranna. Andstæðingar frjálsrar samkeppni lýsa henni eins og hún væri áflog, þar sem hver keppendanna reynir að rífa annan niður, bregða fyrir hann fætinum leynt eða ljóst. Þeir hugsa sér, að samkeppnin sé í því fólgin, að hver keppandinn reyni að hindra hina frá því að ná settu marki eða tilætluðum árangri. Eftir þeirri hugsun ætti samkeppni íþróttamanna að vera fólgin í hrindingum og hrekkjabrögðum, samkeppni nemenda t skólum að fara fram með því, að hver reyndi að glepja fyrir öðrum og trufla og tefja nám hinna. Nú vita allir, að ef eitthvað slíkt kemur fyrir í íþróttakappleik eða skóla, þá er það engin samkeppni, heldur þvert á móti - brot á skráðum og óskráðum lögum samkeppninnar á þeim sviðum. Þá skulum vér næst líta á samkeppni í framleiðslu. í hverju er hún fólgin? I því, að sérhver hinna keppandi framleiðenda reynir að fullkomna sig sjálfan og sitt fyrirtœki, svo að framleiðsla hans verði sem mest og sem útgengilegust, svo að hann geti selt hana fyrir sem lægst verð og borið þó sinn skerf af öðrum framleiddum gæðum úr býtum. Hitt væri ódæmi, ef einhver framleiðandi vildi reyna að komast sjálfur fram úr keppinautunum með því að drepa búfé þeirra eða mölva verkfæri fyrir þeim; væri slíkt glæpir, en engin samkeppni. Og þegar vér höfum nú í huga þá meginreglu, að sérhver framleiðandi verði sjálfs sín vegna að leggja alla stund á að fullnægja sem bezt þörfum annarra (neytendanna og notendanna), þá sjáum vér, að samkeppnin í framleiðslu er í því fólgin, að 31

x

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936
https://timarit.is/publication/1788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.