Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Page 38

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Page 38
einhlítur til þess að tryggja velfarnan þess atvinnuvegar. Þær vonir hafa brugðizt. Á þeim tíma, sem kaupfélags- starfsemin hefir staðið í fullum blóma, hefir landbún- aðurinn dregizt aftur úr öðrum atvinnuvegum landsins, sem miklu minna hafa fengizt við samvinnufélagsskap. Þó hafa kaupfélögin sjálfsagt gjört mikið gagn. Að þau hafa ekki uppfyllt þessar miklu vonir, er alveg eðlilegt. - Þau eru aðeins samvinna um viðskipti, en framleiðslan verður að fara á undan í viðskiptum. Þetta hafa þeir atvinnuvegir skilið, sem komnir eru fram úr land- búnaðinum. Og nú er vakin alda úr annarri átt til viðreisnar landbúnaðinum, sem hefur aukning fram- leiðslu hans að fyrsta markmiði. Sú alda er reist á réttum skilningi á því, hver er undirstaða efnalegrar velmegunar, og hún mun afreka það, sem kaupfélögin eftir eðli sínu ekki megna, að koma landbúnaðinum aftur fram í fylkingarbrjóst atvinnuveganna hér á landi. Stofnskilyrði framleiðslunnar. Framleiðslan er undanfari viðskiptanna, og hún er sá eini grundvöllur, sem unnt er að byggja efnalega velmegun á. Þess vegna er gagnlegt að gjöra sér ljóst, hver eru þau grundvallaratriði, sent sérhvert framleiðslu- fyrirtæki verður að byggjast á. Menn geta fest hugann við eitthvert framleiðslufyrirtæki, sem þeir þekkja, búskap í sveit, útgerð á fiskibát eða iðnaðarfyrirtæki. Þrjú undirstöðuatriði verða óhjákvæmilega að vera fyrir hendi, til þess að framleiðslan verði rekin með árangri. Þau eru: 1. Stofnfé (fjármagn). 2. Vinna. 3. Stjórn. 36

x

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936
https://timarit.is/publication/1788

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.