Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Síða 42

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Síða 42
skiptir því afarmiklu máli fyrir framleiðslufyrirtækin í heiminum, að þessi fjölmennasta tegund skiptavinanna hafi sæmilega kaupgetu, hafi efni á því að kaupa afurðir, vörur og fjármuni til eigin neyzlu eða notkunar, þ.e. hafi sem hæst kaup. Þessi sannindi hafa dulizt talsvert fyrir mönnum fram til síðustu ára, og ástæðurnar til þess liggja í augum uppi. Það er ekki von, að útgerðarmaður á Islandi telji það hagsmunamál fyrir sinn atvinnurekstur, að sjómenn og verkamenn í byggðarlagi hans hafi sem hæst kaup. En hann skilur það fljótt, að það er hagsmunamál hans, að verkafólk á Spáni og Ítalíu hafi sem hæst kaup - til þess að það geti keypt sér saltfisk. Almennur skilningur á því, hver velfaman fylgir því, að atvinnufyrirtækin geti greitt hátt kaup - og geri það - vaknaði fyrst í Banda- ríkjum Norður-Ameríku, og það af þeirri eðlilegu orsök, að það land er svo stórt og mannmargt og hefir svo fjöl- breytt náttúrugæði og margháttaða atvinnuvegi, að þjóðin getur sem næst verið sjálfri sér nóg, haldið efnahags- starfsemi sinni út af fyrir sig án þess að skipta verulega mikið við önnur lönd. Innlendi markaðurinn fyrir sérhverja framleidda vöru er svo geysilega mikill hjá þessum 120 milljónum neyzlufrekra manna, að augun hlutu að opnast fyrir því, að mikil kaupgeta almennings er einn af hyrn- ingarsteinunum undir velfaman hvers þess fyrirtækis, sem framleiðir einhverja vöru til almennrar neyzlu eða notkunar. Nú eru atvinnufyrirtæki þeirra í Bandaríkjunum því sama lögmáli háð sem annarra landa, að hvert þeirra fyrir sig þarf að gæta þess, að kaupgjaldstilkostnaðurinn verði ekki of mikill. Þeir hafa því lagt ótrauðir á þá leiðina að umbæta vinnubrögðin, svo að komizt verði af með sem fæst fólk eða framleiðslan á mann verði sem mest, en borga því fáa fólki vel. 40
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936
https://timarit.is/publication/1788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.