Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Page 58

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Page 58
starfsemi flokksins út um öll héruð landsins. Tillögur nefndarinnar voru samþykktar með öllum greiddum atkvæðum, og fara þær hér á eftir: 1. Fundurinn beinir því til flokksmanna og miðstjórnarinnar að gangast fyrir því, að sem allra víðast verði stofnuð félög, er hafi með höndum flokksstarfsemina. Myndi félög innan hvers kjördæmis, ef fleiri eru en eitt, samband sín í milli og standi í sambandi við miðstjórn flokksins í Reykjavík. 2. Fundurinn skorar á miðstjómina að gangast fyrir funda- og fyrirlestrahaldi úti um land, til þess að fræða menn um stefnu og áhugamál flokksins. 3. Fundurinn telur æskilegt, að gefið yrði út tímarit um stjórnmál, þar sem rædd yrðu þau mál og sú stefna, sem flokkurinn berst fyrir, án þess að láta um of hrífast með af dægurmálum og þeim deilum, sem blöðin hafa full tök á að ræða. 4. Fundurinn skorar á alla flokksmenn að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að efla og útbreiða blöð flokksins. Um sama efni komu og fram tvær eftirfarandi tillögur, er báðar voru samþykktar með óskoruðu fylgi fundarmanna: 1 Landsfundurinn æskir þess, að miðstjóm flokksins semji sem gleggst frumvarp til stefnuskrár fyrir flokkinn og sendi það landsmálafélögunum og áhugamönnum flokksins til athugunar og leggi það síðan fyrir næsta landsfund til samþykktar. 56

x

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936
https://timarit.is/publication/1788

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.