Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Page 60

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Page 60
samræmi við stefnu hans og starf. En eigi vannst tími til þess að gera ályktun í því efni áður en hlé þyrfti að gera á fundinum kl. 7 vegna brottfarar Esju, en með henni fóru allmargir fundarmenn heimleiðis. I gærkvöldi efndi miðstjóm flokksins til samsætis í veitingahúsi Rosenbergs fyrir fundarmenn. Sátu menn þar í góðum fagnaði fram eftir kvöldi”. * Mönnum hefur fundist ólíklegt, að ákvörðun um nafnbreytingu hafi ekki verið tekin að kvöldi 6. apríl, eftir að meirihluti fundarmanna hafði fellt að fresta henni tveimur til þremur klukkustundum áður. Væntanlega hefur það verið ætlunin að ganga endanlega frá þessu máli á kvöldfundinum. Þetta hafði verið eitt helsta umræðuefni á landsfundinum. Ljóst er af öllu, að á honum var íhaldsflokksnafninu hafnað. Ekkert var eftir nema að velja nýtt nafn. Kaffisamsætið hjá Rosenberg átti um leið að verða síðasti fundur þessa landsfundar. Formaður átti líka eftir að flytja þakkar- og kveðjuorð í fundarlok og slíta landsfundinum með formlegum hætti. I fundargerð er talað um „kaffidrykkjufund”, ekki aðeins kaffidrykkju, og Morgunblaðið segir, að hlé hafi verið gert á fundinum. Fyrir kvöldkaffifundinum lá líka enn óafgreitt helsta hitamál fundarins, stórmálið um sjálft nafn flokksins. Næsta víst má telja, að málið hafi verið tekið fyrir, eins og boðað hafði verið, og formlegur fundur settur á meðan. En hvaða ákvörðun var tekin, ef nokkur ? Það er eftirtektarvert, að Morgunblaðið getur ekki um nafnbreytingarmálið eða úrslit þess í sunnudagsblaðinu 7. apríl (sjá hér að framan). Meðal landsfundarfulltrúa 58

x

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936
https://timarit.is/publication/1788

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.