Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Side 64

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Side 64
bankaeftirlitsmaður, Jón Ólafsson, alþingismaður, Jón Þorláksson, alþingismaður, Magnús Guðmundsson, alþingismaður, Magnús Jónsson, alþingismaður, Ólafur Thors, alþingismaður, Sigurður Eggerz, alþingismaður. Innan miðstjórnarinnar starfar þriggja manna framkvæmdaráð, þeir Jón Þorláksson, Magnús Guðmundsson og Sigurður Eggerz, og geta menn snúið sér til hvers þeirra, sem er, með erindi til flokksins”. Morgunblaðið ver Sjálfstæðisflokkinn gegn árásum Framsóknarmanna og Alþýðuflokksmanna. Morgunblaðið skýrði rækilega frá stofnun hins nýja flokks og fagnaði henni ákaflega. Yfirlýsingin var birt sunnudaginn 26. maí og henni fylgt fast eftir í forystugreinum og öðrum ritstjómargreinum. Auglýsingar frá Sjálfstæðisflokknum fóru þegar að prýða blaðið. Stjómarliðar, Alþýðuflokksmenn og Fram- sóknarmenn, urðu illir við þessum tíðindum, og var m.a. fullyrt í Alþýðublaðinu og Tímanum, að nafn flokksins væri stolið. Morgunblaðið brást hart við slíkri illmælgi og segir (undir fyrirsögninni „Móðursýki stjórnarblaðanna”), að „heiftug móðursýki” hafi gripið stjórnarblöðin í bænum. Þau hafi fengið æðiskast. Sjálfstæðisflokksnafnið sé í fullu samræmi við stefnu flokksins. „Öðru máli gegnir um nafn, sem er í ósamræmi við athafnir flokksins, eins og nú á sér stað um argasta einræðis- og afturhaldsflokk, er þekkst hefir á Islandi enn, en ber þó nafnið “Framsókn”. Sama er að segja um hinn stjórnarflokkinn, er skreytir sig með nafni alþýðunnar, en er ekkert annað en róttækur klíku- og stéttarflokkur, er lifir á erlendu sníkjufé. - Slíkir flokkar hafa stolið nafn !” Mjög harðorð forystugrein birtist í 62

x

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936
https://timarit.is/publication/1788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.