Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Síða 69
Ólafur Thors um flokksstofnunina.
Á forsíðu Morgunblaðsins 1. júní 1954, þegar
Sjálfstæðisflokkurinn átti 25 ára afmæli, er greint frá
ræðu Ólafs Thors á formannaráðstefnu flokksins. Þar
segir svo:
„Ólafur Thors gat þess í upphafi, að af hálfu
þeirra flokka, sem mynduðu Sjálfstæðisflokkinn, hefðu
þrír menn verið kjörnir til að undirbúa sameiningu. Voru
það Sigurður Eggerz og Jakob Möller fyrir hönd
Frjálslynda flokksins, en Ólafur Thors f.h.
íhaldsflokksins. - Frjálslyndi flokkurinn hefði eigi viljað
að Jón Þorláksson yrði formaður hins nýja flokks, heldur
annað hvort Pétur Ottesen eða Ólafur Thors.
Þegar þetta skilyrði var sett fram, sagði Ólafur
Thors, þá sagði ég samningaumleitunum milli flokkanna
slitið. En er Jón Þorláksson fékk þær fregnir, kvað hann
auðséð, að enn skorti nokkuð á reynslu mína í þessum
efnum. Þegar nýr flokkur væri stofnaður við samruna
tveggja flokka, væri það bæði venjulegt og eðhlegt, að
hvorugur formanna þeirra veldist til formennsku hins
nýja tlokks.
Ég mun hafa svarað því til, að ég tæki aldrei að
mér formennsku í flokki, sem Jón Þorláksson væri í.
Þann sess taldi ég hæfa honum, en öðrum ekki.
Á uppstigningardag 1929, 9. maí var svo fundur
í þingflokki okkar. Þegar hann var nýbyrjaður, kom
Jakob Möller og beiddist samtals við mig. Fór ég á fund
með honum, og ræddum við saman um skeið.
Á meðan lét Jón Þorláksson velja mig fyrir
formann hins væntanlega flokks. En ég lagði til við
Jakob Möller, að þriggja manna framkvæmdaráð, auk
miðstjórnar, myndaði æðstu stjórn hans. Var sú og
5
65