Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Page 80

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Page 80
Germanía auglýsir kvöldskemmtun: Fyrirlestur, skuggamyndir, konsert og dans á eftir. Tveir menn auglýsa kvæðakveld, þar sem þeir ætla að kveða margar rímnastemmur. Jazz-músík er leikin hluta úr kvöldinu í veitingahúsum („á restauration”). Fiðlusnillingurinn Florizel von Reuter heldur marga hljómleika með vandaðri dagskrá. „Til dæmis um vinsældir hans má geta þess, að Abdul Hamid Tyrkjasoldán lét hann eitt sinn leika fyrir úrvalskonur í kvennabúri sínu. Voru þar viðstaddar 400 konur. Að loknum hljómleikunum sendi soldán honum heiðurspening úr gulli. Von Reuter er mikill vinur Ferdinands, fyrrverandi Búlgaríu-keisara, og hirðpíanóleikari hans, enda er von Reuter einnig snjall píanóleikari, einkum á verk eftir Wagner”. Von Reuter flutti einnig fyrirlestur um dulhyggju. Þýskir og danskir fræðimenn voru hér á ferð og fluttu fyrirlestra. Kurt Haeser lék opinberlega á píanó. í Gamla bíói var verið að sýna „Götuengilinn” (Emil Jannings í aðalhlutverki), „Drottningu spilavítisins” (Pola Negri í aðalhlutverki), „Útlagann” (eða „hinn nýja Hróa hött”) og „Harold Lloyd í atvinnuleit”. I Nýja bíói voru sýndar kvikmyndirnar „Sterkar taugar”, „Föðurhefnd” og „Grímumaðurinn” („stórkostlegur kvikmyndasjónleikur í 10 þáttum eftir sögu Orczy barónessu, „Leatherface”, sem var framhaldssaga í Vísi í hitteðfyrra”). Nokkrir „andlegir læknar” og dulrænir og sálrænir hæfileikamenn frá Þýskalandi, Indlandi og fleiri 76

x

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936
https://timarit.is/publication/1788

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.