Heilbrigt líf - 01.12.1963, Page 21
hart úti af náttúruhamförum og óáran, hefir orðiö til
ómælanlegrar blessunar milljónum manna í öllum heims-
álfum. Mun að þessu vikið stuttlega síðar i þessari ritgerð.
Eftir styrjaldarlokin 1918 fór R.K. að beita sér fyrir
undirbúningi að nýrri alþjóðalöggjöf um stríðsfanga. Þar
benti hann á beizka reynshi fyrri heimsstyrjaldarinnar,
og ríkisstjórnirnar komust ekki tijá að taka orð hans og
tillögur til greina, því að vandamálunum voru engir kunn-
ugri en forystumenn Rauða Krossins. Þá varð einnig auð-
séð, að vegna nýrra, áhrifamikilla vopna yrði að gera
nýjar ráðstafanir til verndar óbreyttum horgurum. Menn
stóðu nú andspænis möguleikum á eiturgasnotkun í liern-
aði, og mjög var bersýnilega aðkallandi, að vekja almenn-
ingsálitið í mörgum löndum gegn svo ægilegi'i styrjöld.
Um þetta stóð Alþjóða Rauði Krossinn i stöðugu sam-
bandi við margar ríkisstjórnir, einkum hernaðarstórveld-
anna, en þar var við raman reip að draga. Auk þess var
friðurinn ekki tryggur og smáskærur hrutust víða út.
Segja má að R.K. hafi hvarvetna reynt að vera á verði.
Á þessum árum urðu tveir miklir atburðir, sem kölluðu
á mikið og öflugt R.IÍ.-starf, annað var Abessínustríðið
1935, og hitt, sem varð mildu erfiðara, borgarastríðið á
Spáni, sem hófst 18. júlí 1936.
í þeirri styrjöld var aðstaða R.K. einkum erfið vegna
þess að þar hörðust tvær ríkisstjórnir í sama landi, sem
háðar nutu viðurkenningar erlendra ríkisstjórna og háðar
studdust við mikinn fjölda sjálfhoðaliða frá öðrum lönd-
um. En geysimikið starf tókst R.K. að leysa af hendi,
líknarstarf á vígvöllunum, vernd óbreyttra horgara og
hjálparstarf fyrir stríðsfanga og fjölda flóttafólks. í þessu
starfi naut R.K. fjárhagslegrar aðstoðar frá 50 löndum
víðsvegar um lieim. Mikilli stjórnkænsku þurfti að beita
sérstaklega vegna þess, að hér var um pólitíska styrjöld
og borgarastyrjöld að ræða.
Borgarastyrjöldinni á Spáni var naumast lokið lil fulls,
Heilbrigt líf
19