Heilbrigt líf - 01.12.1963, Side 26
og óbreytta borgara varð mjög ábrifaríkt, sérstaklega í
Port Said, en þar kom upp mikii neyð, svo að miklu magni
aí' fatnaði og hjúkrunargögnum var skipt meðal fólksins.
Undir merki R.K. runnu járnbrautarlestir óhindraðar inn
í borgina hlaðnar hverskonar Jijálpargögnum tii bins að-
þrengda fólks, og óhindraðar runnu þær út úr borginni
aftur hlaðnar sjúkuin og særðum.
Um sama leyti varð harmleikurinn í Ungverjalandi og
einnig þar veilli R.K. ómetanlega hjálp. Hann fékk komið
upp loftbrú til Rúdapest og flugvélarnar fluttu 90 milljón-
ir smálesta af blóðefni, klæðnaði, lyfjum, matvælum og
teppum, sem R.K.-félög ýmissa landa söfnuðu saman og
sendu. Með bifreiðum, járnbrautum og fljótaskipum
streymdi lmálpin auk þess til Ungverja. Og í samvinnu
við ungversku stjórnina þótti þessi hjálp takast stórlega
vei. Þessi aðstoð var metin á u. þ. b. milljarð ísl. króna.
Þá má segja, að R.K. hafi stórmannlega tekizt á við
vandamálin i Alsir. Þegar árið 1055 konui fyrstu sendi-
nefndirnar frá Genf til Alsír, og samvinnan við frönsku
stjórnina var ágæt. Fram til ársins 1961 voru R.K.-full-
trúar frá Genf stöðugir gestir til eftirlits i fangabúðunum
í Alsír og fengu komið þar á margvíslegum endurbótum
auk geysilegrar fjárhagslegrar aðstoðar í mörgum mynd-
um, sem R.Iv. hafði milligöngu um að veita bágstöddum,
beimilislausum og særðum. Matgjafir lii hungraðra í
Alsír á vegum R.K. urðu stórkostlegar, svo að tölum
verða ekki talin þau mannslíf meðal óbreytlra borgara,
sem bjargað varð.
Mörg nöfn má ennþá nefna: Kýpur, Líbanon, Kúbu,
Kenyu, Rhodesíu, Nyassaland, Laos, Nepal, — í sambandi
við sérhvert þessara nafna mætti segja mikla sögu um
fórnarstarf, líknarstarf, en sú saga yrði of löng fvrir
þessa ritgerð.
Fáeinum orðum verður þó sérstaklega að fara um
Kongó. í Leopoldville setti R.K. upp skrifstofur lil að leita
þeirra sem týnzt höfðu, eða saknað var, og náði miklum
24
Heilbrigt líf