Heilbrigt líf - 01.12.1963, Page 50
á járnbirgðum þeim, sem þau hlutu í vöggngjöf og járnið
sem þau þurfa, verða þau að fá úr fæðunni.
Algengast er að sjá járnskort á aldurskeiðinu 9 mán-
aða—2 ára og stafar þessi skortur venjulega af röngu
mataræði, þ. e. a. s. mataræði sem inniheldur einkum
mjólk, skyr, mjölmat og aðrar kolvetnaríkar fæðuteg-
undir.
Algengustu einkenni blóðleysis af völdum járnskorts
eru lystarleysi, skapörðugleikar og fölvi. Einnig eru börn,
sem þjást af blóðleysi mun næmari fyrir öllum sjúkdóm-
um en heilbrigð börn.
Blóðleysið sjálft veldur ekki lystarleysi, sem sést bezt
á því, að börn, sem þjást af blóðleysi af öðrum orsökum
en járnskorti, eru ekki alltaf lystarlaus. Einnig er það
áberandi bve matarlystin eykst oft mikið, eftir að byrjað
er á járnmeðferð, jafnvel áður en nokkur veruleg blóð-
aukning hefur átt sér stað. Það virðist því vera járn-
skorturinn, sem veldur lystarleysinu.
Rétt er að muna, að börn geta verið furðulega hress og
spræk, þrátt fyrir mikið l)lóðleysi. Ilins vegar er það oft
áberandi, hvað börnin verða oft önug og eirðarlaus.
Skoðun á börnum, sem þjást af blóðleysi sýnir venju-
lega ekki neinar áberandi breytingar aðrar en íolva. Hæð
og þyngd eru venjulega innan eðlilegra takmarka og al-
gengara er að sjá börnin hvapafeit en horuð.
Meðferð á blóðleysi af völdum járnskorts er tvíþætt,
annars vegar mataræðisbreytingar, þ. e. a. s. fyrst og
fremst takmörkun á mjólkurafurðum og hins vegar járn-
gjöf.
Það er því miður of algengt að fyrri þættinum sé gleymt
og meðferðin fólgin í járngjöf eingöngu. Það er að visu
rétt, að þegar járn er gefið í hæfilegum skömmtum, hækk-
ar blóðrauðamagn venjulega hröðum skrefum, en sé
mataræðinu ekki sinnt sem skyldi jafnframt, sækir fljótt
í sama farið, aftur, þegar járngjöf lýkur.
48
Heilbrigt líf