Heilbrigt líf - 01.12.1963, Síða 80
Boð R.K.-félaganna í Danmörku, Finnlandi,
Noregi og Svíþjóð.
Snemma á árinu 1962 barst stjórn R. K. í. boð frá
bræðrafélögunum í hinum Norðurlöndunum fjórum um
að senda tvo fulltrúa til að kynna sér R.K.-starfið á
Norðurlöndum og' til að koma á nánari tengslum og'
meiri samvinnu milli þessara félaga og R. K. I. en ver-
ið hefur. Ruðust félögin til að greiða allan ferða- og'
dvalarkostnað, en ferðin skyldi taka þrjár vikur og
dvalizt 4—5 daga í hverju landi.
Stjórn R. K. í. tók hinu höfðinglega boði með þökk-
um, og upp úr miðjum ágúst héldu formaður og fram-
kvæmdastjóri (Ó. H. Ó.) til Helsingfors. Þar var þá
að hefjast fundur aðalframkvæmdastjóra og einnig
fundur forseta norrænu Rauða kross félaganna, og tóku
fulltrúar R. K. í. þátt í þessum fundum. Hafa slíkir
fundir verið haldnir árlega og til skiptis i hinum Norð-
urlöndunum fj órum.
Á fundinum í Helsingfors var rætt um sameiginlegt
starf til hjálpar öðrum þjóðum, aðallega hinum van-
þróuðu, einnig um sameiginlega afstöðu til ýmissa mála
innan Alþjóða Rauða krossins, og um innbyrðis sam-
starf norrænu félaganna, en það er mjög náið. T. d.
heimsækja starfsmenn félaganna hverjir aðra árlega,
eftir vissum reglum, og fylgjast félögin þannig stöðugt
með starfi og slarfsháttum hvert annars.
Það vekur furðu og jafnframt aðdáun ókunnugra, hve
R.K.-félögin norrænu fá miklu afrekað og hversu máttug
þau eru á alþjóðlegan mælikvarða. Þau senda ein sér
og sameiginlega hvern leiðangurinn á fætur öðrum til
bágstaddra í fjarlægum löndum, ýmist með lækna,
hjúkrunarlið og sjúkragögn eða með matvæli og aðrar
nauðsynjar. Yinna félögin i nánu samstarfi við ríkis-
stjórnir sínar, sem oft sjá bag sinn í að styrkja hjálpar-
starfið verulega, með beinu framlagi, með láni á her-
78
Heilbrigt líf