Úrval - 01.09.1942, Page 44
Vísindin saka húsmæðurnar um að eyðileggja
dýrmæt næringarefni við matreiðsluna.
Matreiðsla — matarspilling.
Grein úr „Parent’s Magazine.“
EGAR grænmetið er tekið
upp úr garðinum, eru í því
öll nauðsynleg efni til að við-
halda lífi og heilsu okkar
mannanna. Þúsundir mann lifa
eingöngu á grænmeti. Hvernig
sem yðurkannaðfallagrænmeti,
þá er enginn vafi á því, að aukin
neyzla þess hefir bætandi áhrif
á heilsu yðar.
Margar húsmæður kaupa og
framreiða gnægð grænmetis —
en vanala þó fjölskyldu sína.
— Milljónir mann, sem hafa
næg efni til að fullnægja
næringarþörf sinni, þjást þó
af vaneldi. Mörg efnuð heimili
framreiða mat, sem í næringar-
efnalegu tilliti standast ekki
samjöfnuð við mat kínverskra
burðarmanna. Hver er- ástæðan ?
Vísindamenn segja, að ein
ástæðan sé sú, að á nálega öll-
um heimilum sé maturinn með-
höndlaður og soðinn á þann
hátt, að 70 til 80 af hundraði
af nauðsynlegum málmsöltum
og fjörefnum fari forgörðum.
Tökum til dæmis kartöflurn-
ar. Fjöldi húsmæðra afhýðir
þær, sker þær í sundur, hellir á
þær miklu af vatni, sýður þær
og mer síðan í sundur. Við skul-
um athuga, hvað af slíkri með-
ferð leiðir. Með því að afhýða
rótarávexti, fleygjum við burtu
meginhluta málmsaltanna. Suð-
an tekur burtu nálega helming-
inn af meltanlegu calcium og
fosfór, sem eru nauðsynleg efni
til byggingu og viðhalds beinum
og tönnum, og þriðjung af járn-
inu, sem er nauðsynlegt við
myndun rauðra blóðkorna og til
varnar gegn blóðleysi. Með því
að merja kartöflurnar, gefum
við súrefni loftsins aukið færí
á að sameinast þeim hluta af
fjörefnunum, sem ekki eru þeg-
ar horfin við afhýðinguna og
suðuna. Húsmóðirin gæti eins
vel borið útbleytta pappírs-
stöppu fyrir fjölskylduna.
Það er h æ g t að sjóða mat
án þess að mikið tapist af f jör-
efnum og málmsöltum. Og rétt