Úrval - 01.09.1942, Side 46
44
ÚRVAL
fjörefni), sem stuðlar að þroska
tanna og beina og ver menn
gegn skyrbjúgi.
Af þeim aðferðum, sem reynd-
ar voru við þessar tilraunir,
reyndust gufusuðan og þrýsti-
suðan beztar. Við þær þurfti
minna vatn og lægri hita, og af
því að þær voru fljótvirkar, ollu
þær minna tjóni á þessum við-
kvæmu efnum.
Eftirfarandi leiðbeiningar ætti
hver húsmóðir að hafa í huga,
þegar hún fæst við matreiðslu:
1. Notið ekki meiri hita en
nauðsynlegur er til að gera mat-
inn bragðgóðan. Sjóðið hann
aldrei of lengi. Það er betra að
sjóða hann of lítið en of mikið.
2. Notið lítið vatn, komið
fljótt upp suðunni á því, og tak-
ið hitann af undir eins og mat-
urinn er fullsoðinn. Með þykk-
um potti og litlum hita má sjóða
sumar grænmetistegundir án
þess að nota nokkuð vatn. Ef
potturinn er þykkur, jafnar
hann hitann, svo að hann verð-
ur hvergi of heitur, þannig að
hann brenni grænmetið. Ef þér
getið ekki fengið lítinn pott, þá
setjið vatn í skaftpott, svo að
rétt fljóti yfir botninn og sjóðið
við gufuna, sem kemur frá því.
Þetta þarf meiri aðgæzlu, að
vatnið sjóði ekki upp og græn-
metið brenni ekki, en það borg-
ar sig. Hyggin húsmóðir geymir
soðið af matnum og notar það
í súpur og sósur.
3. Varizt að afhýða ávexti
eða grænmeti nema nauðsyn
beri til. Ef það er óhjákvæmi-
legt, þá gerið það e f t i r suð-
una.
4. Súrefni eyðileggur sum
næringarefni. Varizt því að
hræra of mikið í matnum, sem
þér eruð að sjóða. Tilreiðið ekki
saxaða ávexti eða grænmetis-
salöt fyrr en á síðustu stundu,
og notið söxunarvélina sem
minnst.
5. Notið ekki sóda við suðu
grænmetis. Hann eykur hin
skaðlegu áhrif loftsins á sum
fjörefni.
6. Látið mjólkina ekki standa
í sólinni, það eyðileggur fjör-
efnin í henni.
7. Fleygið aldrei soðinu, þeg-
ar þér notið niðursoðinn mat.
Hraðfrystur matur skemmist
fljótt eftir að hann þiðnar, setið
hann í pottinn áður en hann
þiðnar.
8. Því minni hita, sem þér
notið við matreiðslu kjöts, og
því skemmri tíma, sem hún tek-
ur, því betra. Það er meiri nær-