Úrval - 01.09.1942, Page 67
SVISS — EYJAN 1 ÓFRIÐARHAFINU
65
þetta er nokkurskonar sjálfs-
vörn, sem öll þjóðin hefir tekið
upp af sjálfsdáðum. Allsstaðar
eru auglýsingablöð á þrem
tungumálum, sem vara fólkið
við að ræða stjórnmál.
Sviss hefir löngum verið
kunnugt sem griðastaður flótta-
manna, en nú er þar orðin mikil
breyting á. Til þess að forðast
auknar kröfur af hendi Þjóð-
verja, reyna Svisslendingar að
losna við alla flóttamenn, sem
komizt geta til annarra landa.
Nú sem stendur, er sagt að séu
um 4500 flóttamenn í Sviss.
Hin þjóðkunna gestrisni, sem
Svisslendingum er í blóð borin
krafðist í fyrstu, að fullkomin
réttsýni og mannúð væri sýnd í
þessu efni, er hinn óstöðvandi
straumur flóttamanna — marg-
ir hverjir vegabréfalausir -—
varð að lokum svo mikið vanda-
mál, að grípa varð til róttækra
ráðstafana. Fyrir tveim árum
var stofnað til skylduvinnu
fyrir útlendinga. Hún var í
fyrstu ætluð fyrir efnalausa út-
lendinga, en nú eru jafnt ríkir
sem fátækir sendir í þessar
vinnubúðir, þar leggja þeir
vegi og vinna aðra erfiðisvinnu.
Oftast nær hefir Sviss hafn-
að kröfum Þjóðverja um fram-
sal pólitískra flóttamanna. Á
meðan Frakkland var frjálst,
aðitoðuðu svissneskir embættis-
menn við að koma flóttamönn-
um yfir landamærin á nóttu
hverri. Svisslendingar eru nú
svo áfjáðir í að losna við þessa
gesti, að þeir láta þeim, sem
hafa fengið vegabréf, en ekki
hafa peninga til ferðarinnar, í
té fimm hundruð franka. Pen-
ingar til þessa eru að mestu
leyti teknir úr sjóði, sem er
stofnaður með sköttum, sem
lagðir eru á auðuga flóttamenn.
Nú er næstum því ómögulegt
fyrir útlending, sem ekki hefir
öll sín plögg í lagi að komast til
Sviss.
Þegar á allt er litið, er ekki
annað hægt en að dáðst að þess-
ari litlu, hugprúðu fjallaþjóð.
Andspænis öllum hættum og
erfiðleikum er hún eðli sínu
trú. Lýðræðishugsjón hennar
er engin yfirborðsblekking. Hún
á sér dýpri rætur en svo, að þær
verði rifnar upp með byssu-
stingjum. Rólyndi hennar á ekk-
ert skylt við sinnuleysi. Það er
meðvitund um innri styrkleika.
Og jafnvel tilslakanir við Þjóð-
verja hafa á sér einhvern virðu-
leika, sem dregur úr sárustu
auðmýkingu þeirra.