Úrval - 01.04.1944, Síða 8
6
ÚRVAL
sér að fá einkaleyfi á uppfinn-
íngunni og arfleiða síðan sveit
sína að einkaleyfinu, svo hægt
væri að reisa þar barnaskóla
með tímanum. Hann lagði af
stað í býtið um morguninn, og
ég sárkveið fyrir hóstanum, sem
hann feingi á leiðinni, því gölan
var í fángið. Og gatan liðaðist
eins og reykur upp bratta hlíð-
ina. Hann ætlaði að ná vestur
yfir í dag. Hann gekk álútur
suður traðimar og riðaði í spori,
studdist við mikinn vatnastaf,
og golan stóð í silfurhvítum
lokkum hans. Það elti hahn
flekkóttur hundur; annars var
hann einn.
Ji ' :
Skollaleikur.
Þegar ég var drengur átti ég heima á bóndabæ í Suður-Ohio,
og gerðum við strákamir okkur það oft til gamans að fara með
hundana á skemmtigöngu á sunnudögum. 1 einni slíkri ferð
rákumst við á refaslóð og hundarnir voru ekki lengi að renna á
lyktina. Við hlupum á eftir hundunum og komum brátt auga á
■' skolla. Allt í einu hvarf hann inn í holan, all-langan trjábol,
sem lá á leið hans, en kom brátt út um hinn endann og hélt
áfram flóttanum. Hundamir röktu slóðina að trjábolnum og
námu svo staðar. En eins og góðum hundum sæmir, fikruðu
þeir sig brátt að hinum endanum og þar þefuðu þeir aftur uppi
slóðina.
1 Refurinn hljóp í stóran hring í skóginum, þangað til hann
-i j kom að trjábolnum aftur, skauzt í gegnum hann og hljóp annan
] stóran hring, og þannig koll af kolli. Hundamir röktu slóðina í
sífellda hringi, og þegar þetta hafði gengið góða stund, tóku
þeir mjög að þreytast, en refurinn virtist alltaf jafn sprækur.
Þá datt okkur strákunum allt í einu nokkuð í hug. Við hlup-
r:> um að trjábolnum og rákum langt prik inn í hann. Brá þá
svo við, að út úr hinum endanum skauzt refur. Þeir höfðu verið
j| tveir! Þegar annar kom inn í trjábolinn, var hinn þar fyrir, og
p... hljóp þá sá, sem fyrir var af stað, en hinn hvíldi sig á meðan.
Og þannig mundu þeir sennilega hafa haldið áfram, þangað til
hundamir hefðu gefizt upp á eltingarleiknum, ef við hefðum
ekki raskað ráðum þeirra!
’C .; — W. A. Gearhart í „Readers Digest".