Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 10
8
ÚRVAL
að þykja ótrúlegt, en í raun og
veru finnst mér ég vera fram-
andi maður á mínu eigin heim-
ili, af því að daglegt líf í Ame-
ríku krefst tilfinningaandsvara,
sem ég er ekki fær um að veita.
Það, sem ég á erfiðast með að
venja mig við í hinu borgara-
lega lífi, er æsingin og spenning-
urinn samfara stríðsfréttun-
um. Meðan ég var á vígvellin-
um, fékk ég bréf frá hermanni,
sem hafði verið sendur heim
óvígfær, og hann hvatti mig til
að vera að heiman eins lengi og
ég gæti, því að heimavígstöðv-
arnar gerðu mann vitlausan. Nú
veit ég, hvað hann átti við. Hin
háspennta, glæsta lýsing styrj-
aldarinnar, sem við lesum í dag-
blöðunum og heyrum í útvarp-
inu á lítið skylt við raunveru-
leika stríðsins. Sökum þess að
lestrarvenjur okkar byggjast á
geðhrifum, verða stríðsfregn-
irnar að færast í áhrifamikinn
búning, svo að þær geti keppt
um athygli fólksins við fréttir
af morðum, slysum og íþrótta-
afrekum.
Sannleikurinn um hið leiðin-
lega og tilbreytingalausa her-
mannalíf myndi ekki vera vel
til þess fallinn, að auka sölu
blaðanna. ®g er ekki að áfellast
neinn. Skoðun mín er algerlega
persónuleg — nú, þegar ég hefi
verið dæmdur ófær til herþjón-
ustu og verð að temja mér að
líta á stríðið eins og samborg-
arar mínir. En ég hefi hug á
að koma fólki í skilning um, að
stríð er hvorki glæsilegt né æs-
andi — jafnvel ekki „mikið
ævintýri".
í hvert skipti, sem ég heyri
útvarpsfyrirlesara smjatta á
einhverjum sigri Bandamanna
eða mér er sagt, að stríðið sé
senn um garð gengið, verður
mér hugsað til rigningardags í
nóvembermánuði 1942, þegar
hermenn áttunda hersins brezka
hópuðust kringum viðtæki sín í
Libyu-auðninni og hlustuðu á
England og Ameríku fagna
sigri eftir orustuna um Egypta-
land. Rommel hafði verið sigr-
aður við E1 Alamein og rekinn
á flótta gegnum Halfaya-skarð.
Bretar hringdu kirkjuklukkum
sem óðir væru, og Ameríku-
menn skorti lýsingarorð, er
hæfðu viðburðinum. Við, her-
menn áttunda hersins, skulfum
í rigningunni og óskuðum þess,
að við fengjum heitan mat og
þurrt rúm.
Við höfðum staðnæmst í rökk-