Úrval - 01.04.1944, Síða 11
HEIMKOMAN
&
urbyrjun, eftir að hafa ekið all-
an daginn. Regnið hafði breytt
sandauðninni í fen og það var
seinunnið og erfitt verk að
grafa sér holu til að sofa í. Jafn-
skjótt og við mokuðum sandin-
um upp, seig hann aftur niður
í holurnar, en loks hafði ég þó
þak yfir höfuðið og var það því
að þakka, að ég varð fyrstur til
að ná mér í hliðarborð af vöru-
bíl, sem orðið hafði fyrir
sprengju. Við höfðum fengið
grautardisk og tvær sneiðar af
fleski um morguninn, en engan
hádegismat. Kvöldverður var
niðursoðið nautakjöt, óupphit-
að, og kexpakki. Landslagið
var sama hrjóstruga sandauðn-
in, sem nær samfellt frá Alex-
andríu til Túnishæða, að örfáum
vinjum undanteknum.
Birgðalestir okkar höfðu ekki
náð okkur. Við vorum vatns-
lausir, og ekki leit út fyrir, að
við fengjum góðan mat í bráð.
Við gátum jafnvel ekki hitað
okkur te, því að eldurinn hefði
getað beint athygli hins „sigr-
aða“ hers Rommels að okkur.
Steypiflugvél hafði ráðizt á
stórskotaliðsdeild eina skammt
frá, og sjúkraskýli okkar var
fullt af stynjandi og kveinandi
.mönnum. Við gátum ékki kom-
ið þeim í sjúkrahús, fyrr en
næsta morgun. Það var ekki
annað að gera, en að hanga,
kringum foringjaráðsvagninn
og hlusta á kirkjuklukkurnar,
sem hringdu vegna sigurs okk-
ar. Orustan um Egyptaland var
um garð gengin, og þó man ég
hvað ég átti bágt með að sofa
þessa nótt — ekki vegna sigur-
gleðinnar, heldur af hinu, að ég
var svo flóbitinn, að ég var
alltaf að klóra mér. Eins og einn
hermaður sagði: „Lagsi, ef
þetta er sigurinn, má ég þá
biðja um steik og ka,rtöflur!“
Ef nokkur her getur fundið
til sigurgleði, á líkan hátt og
fólkið heima, þá var það áttundi
herinn eftir sigurinn við Ala-
mein. Því að Ástralíumennimir,
Nýsjálendingarnir, Bretamir,
Indverjamir og Suður-Afríku-
mennirnir, sem mynduðu eyði-
merkurher Montgomerys, voru
aldrei í neinum efa um úrslitin
í Afríkustyrjöldinni. Rommel
var liðfærri og ver útbúinn. Það
var aðeins tímaspursmál, hve-
nær öxulherirnir yrðu króaðir
inni milli mamia Montgomerys
og Ameríkumannanna, sem
komu úr vestri.
Brezku hermennimir, sem