Úrval - 01.04.1944, Side 14
12
ÚRVAL
full af olíu, salti, dauðum úlf-
öldum og hvers kyns óþverra,
sem gerði vatnið ónothæft fyrir
framsóknar-herinn. Enda þótt
hitinn kæmist oft upp í 40 eða
59 stig, var áttundi herinn næst-
um því vatnslaus. Venjulegur
skammtur var hálf pottur af
vatni á dag — hálf pottur af
volgu vatnsskólpi, til að drekka,
þvo sér úr, raka sig úr og nota
til þvotta. Hjá Mareth var
skammturinn minnkaður í einn
bolla á dag, og vatnið var svo
blandað ýmsum efnum, að
mjólkin yzti í teinu. Flestir okk-
ar hættu að þvo sér, til þess að
spara hið dýrmæta vatn. Égbað-
aði mig ekki í níu mánuði, en ég
burstaði alltaf í mér tennurnar,
af því ag ég var þess fullviss,
að það var þýðingarmeira fyrir
siðferðisþrek mitt en nokkur
önnur hreinlætisráðstöfun.
Það var svo mikill vatns-
skortur vikurnar fyrir Alamein-
sigurinn, að við sem vorum í
hjúkrunarsveitunum, urðum að
ausa vatni upp úr forarpollum,
síja það gegnum sárabindi og
sjóða það, til þess að við gætum
þvegið sjúklingunum. Þvínæst
rigndi daglega og ven julega dag-
langt mánuðina nóvember, des-
ember og janúar. Þeir, sem trúa
því enn, að stríð sé glæst og
vafið töfraljóma, ættu að fara
út í húsagarðinn sinn um kvöld
í úrhellisrigningu og gera sér í
hugarlund, hvernig það væri, að
grafa holu í moldina til þess að
búa sér náttstað. Það verða
brezkir og amerískir fótgöngu-
liðar að gera á Italíu í vetur.
Áttundi herinn, sem nú er á
ítalíu, varð að gera það í fyrra-
vetur, veturinn þar áður og þar
áður. Stundum koma sandbyljir
og rigning samtímis í sandauðn-
inni, og þá var eins og verið
væri að kasta í mann forarslett-
um.
Það er jafn óþægilegt fyrir
hermann að vera svangur og
blautur fjórar mílur frá Túnis
eða tíu mílur frá Róm eins og
að vera þannig á sig kominn
hjá Alamein eða Salerno. I aug-
um hans er stríðið tilvera, þar
sem hver dagur er öðrum líkur.
Að því er snertir mat, vatn,
óþrif og möguleikann að verða
drepinn, er sigurinn sjaldan
Ijúfari en ósigurinn. Hann veit,
að hann getur alveg eins fallið
þann dag, er blöðin tilkynna
takmarkaðar njósnaraðgerðir,
eins og þegar fyrirsagnirnar
básúna vel heppnuð stóráhlaup.