Úrval - 01.04.1944, Page 15
HEIMKOMAN
13
Enginn hermaður verður t. d.
frá sér numinn af fögnuði yfir
Salerno-sigrinum, þegar hann
veit, að orustan um Neapel hefst
næsta dag. Hann getur falhð
eina mílu frá Berlín, eða meðan
hershöfðingjarnir eru að ræða
uppgjafarskilmálana. Eina or-
ustan, sem hann fagnar af al-
hug, er síðasta orustan.
Þrátt fyrir slæm hlustunar-
skilyrði, heyrir ameríski her-
maðurinn stundum fagnaðar-
læti að heiman, og hann lætur
óbeit sína f ljós af mikilli hrein-
skilni.
Ég mun seint gleyma atviki,
sem kom fyrir fjórðu nóttina
eftir landgönguna á Sikiley.
Skip okkar hafði staðizt tutt-
ugu og fimm loftárásir, en brot
úr sprengju, sem féll í sjóinn
tuttugu metra í burtu, höfðu
banað tveim beztu skyttunum
okkar. 1 hléinu milli árása kom
loftskeytamaðurinn út úr klefa
sínum til þess að gefa okkur af-
rit af fréttum dagsins. Fyrsta
atriðið var sigrihrósandi til-
kynning um að landgönguherir
Bandamanna hefðu mætt „mjög
lítilli mótspyrnu úr lofti“. At-
hugasemdirnar, sem gerðar
voru eftir lestur þessarar hug-
hreystandi lýsingar á aðstÖðu
okkar, hefðu átt að heyrast frá
öhum útvarpsstöðvum í Ame-
ríku.
Þulurinn hefði átt að reyna
að segja þeim eina manni,
sem eftir lifði af áhöfn systur-
skips okkar, þessa frétt, því að
skip hans og áhöfn þess sprakk
í milljón parta, þegar það mætti
hinni „litlu mótspyrnu úr lofti“.
Hvenær sem ég heyri hina
borgaralegu herfræðinga ræða
stríðið, hvort sem ég heyrj það
í útvarpi, les það í blöðum eða
hlýði á tal þeirra í heimahúsum,
þá kveinka ég mér ósjálfrátt.
Ég býst við að það sé af þvi,
að þegar ég var sjúkravagns-
ekill í Norður-Afríku, reyndi
ég ávallt að hughreysta þá
menn, sem guldu sigurinn með
lemstruðum líkömum sínum.
Opinber fagnaðarlæti yfir
stundargengi draga upp fyrir
mér skýra mynd af mönnunum
sem börðust, sem húka álútir
við holur sínar og eru að opna
kaldar niðursuðudósir, klóra
sér eftir flóabit, bíða eftir því
að nætursprengjuvélarnar hefji
árásir sínar, og hugsa einungis
um bardaga morgundagsins.
Mig hrylhr við háværri bjart-
sýni, af því að ég hefi séð
þreytta hermenn henda tíma-