Úrval - 01.04.1944, Side 16
14
ÚRVAL
ritum frá sér með viðbjóði og
skrúfa fyrir viðtækin í gremju.
Þeir fá klígju af ótímabærum
fagnaðarlátum.
Vegna þess að hermenn átt-
unda hersins héldu ávallt jafn-
aðargeði sínu og létu tilfinning-
arnar ekki hlaupa með sig í
gönur, voru þeir færir um að
þola eitt hið mesta undanhald
í stríðinu, endurskipuleggja illa
leiknar sveitir sínar og sækja
aftur fram um 2000 mílna sand-
auðn til Túnis og sigursins.
Menn, sem tekið hafa þátt í
orustum, eru gæddir meiri auð-
mýktartilfinningu en aðrir að
jafnaði. Þeir hafa séð dauðann
Ijósta til hægri og vinstri í
blindu æði, og þeim finnst líf-
gjöf þeirra gera þá smáa og
óverðuga.
Þeim finnst stríðið vera sóða-
verk, sem inna verður af hönd-
um, því fyrr, því betra. Afstöðu
þeirra til stríðsins verður ekki
lýst með orðum, sem heppiieg
væru til að auka sölu stríðs-
skuldabréfa, en þeir eru gæddir
einbeittni, sem að vísu er laus
við tilfinningasemi, en gerir þá
hæfa til að taka sigri og ósigri
eftir því sem verða vill. Þó að
sala stríðsskuldabréfa sé breyt-
ingum undirorpin og þátttaka
almennings í starfsemi Rauða
krossins breytist með fyrirsögn-
um dagblaðanna, þá berjast þeir
áfram, í dag þeir sömu og í gær,
og þeir sömu á morgun.
OO
t skólanum.
Steini kom með einkunnarbókina sína heim úr skólanum.
,,Hvað er að sjá þetta, drengur ?“ sagði faðir hans. „Færðu
núll í reikningi?"
„Það er von, pabbi," sagði Steini, „reikningskennarinn er á
móti mér, hann lætur mig aldrei í friði, hann er alltaf að
nöldra í mér.“
Pabba Steina þótti réttara að athuga þetta nánar og för því
með hann til kennarans. Kennarinn tók vel á móti þeim, en gat
enga aðra skýringu gefið, en þá, að Steina væri vægast sagt
ósýnt um að reikna. Bauðst hann að sanna það með því að
leggja nokkrar spurningar fyrir hann. „Hvað eru tveir og tveir,
Steini,“ spurði hann.
„Þarna sérðu, pabbi,“ sagði Steini, „nú byrjar hann að nöldra."
— Joe Laurie, jr.