Úrval - 01.04.1944, Qupperneq 21
FRÆÐSLA 1 KYNFERÐISMÁLUM
19
að, kynferðislífið og allt, sem
því tilheyrir, er svo samslung-
ið öllu lífi okkar, að ógerlegt er
að skilja það að. Það byrjar
í vöggunni og því lýkur ekki
fyrr en í gröfinni. Hví þá að
binda fræðsluna um þessi mál
við ákveðið skeið æskuáranna,
rétt eins og kynferðislíf hefði
alls ekki verið til fram að þeim
aldri?
Jafnvel þótt sleppt sé kenn-
ingum Preuds um hin fyrstu
einkenni kynhvatarinnar (libi-
do), er það greinilegt, að þegar
í lok annars ársins uppgötvar
bamið sín eigin kynfæri, og
ári síðar fer það ef til vill að
að spyrja, „hvers vegna er ég
öðmvísi en systir mín?“ Seinna
koma fleiri spurningar: „Hvað-
an koma kettlingarnir ? Hver
bjó mig til, og hvaðan kom ég?“
Þessar spurningar eru runnar
af sömu rótum og þúsundir ann-
arra spurninga, sem barnið læt-
ur rigna yfir foreldra sína, og
þeim á að svara á sama hátt.
Það er einróma álit sérfræðinga,
að fræðsla barna í kynferðis-
málum eigi að byrja eins
snemma og hægt er, og að skyn-
söm, nærgætin móðir sé bezt til
þess fallin að láta hana í té.
Hafa ber hugfast, að löngun
barnsins til að vita, hvaðan ung-
böm koma, er ekki af kynferð-
islegum rótum runnin, heldur af
löngun til að fá. svalað almennri
fróðleiksfýsn. Hún er eins eðli-
leg og löngun til að vita, hvað
verður af sólinni, þegar hún
hverfur undir sjóndeildarhring-
inn á kvöldin. Og svarið á að
vera jafn einfalt og umbúða-
laust. Það er ekki nauðsynlegt
að fara út í flóknar, stjömu-
fræðilegar skýringar til að svala
forvitni barnsins um gang sól-
ar. Á sama hátt er hægt að gefa
einfalt svar við spurningunni
um ungbörnin. Þegar forvitni
barnsins á þessu sviði hefir ver-
ið svalað, þá beinist hún fljót-
lega í aðra átt, og þá ef til vill
að einhverju, sem verra er að
gefa greið svör við. „Af hverju
er eldurinn heitur? Af hverju
er himininn blár?“ Það er eitt
af verkum móðurinnar, að svala
þessari eirðarlausu, óslökkv-
andi forvitni barnsins um hin
margvíslegu fyrirbæri lífsins.
Á þennan einfalda og náttúr-
lega hátt mun barnið læra og
tileinka sér allt það, sem það
kærir sig um að vita, og allt það,
sem því er nauðsynlegt að vita,
löngu áður en það nær fullum
kynþroska. Og það hefir ekki
3*