Úrval - 01.04.1944, Qupperneq 22
20
ÚRVAL
aðeins lært það og tileinkað sér
það, heldur hefir þekkingin öðl-
ast hinn rétta sess í huga þess.
Það hefir fengið forvitni sinni
svalað og málið gleymist, ef til
vill þangað til nýrri ráðgátu í
sambandi við kynferðið skýtur
upp í huga þess.
En hvað á að gera til að koma
í veg fyrir óþægilegar athuga-
semdir barna, sem þannig eru
ahn upp, í viðurvist ókunnugra?
Aðeins með því að segja þeim
sannleikann — að sumt fólk sé
svo kjánalegt, að það verði
feimið og vandræðalegt, þegar
talað er um vissa líkamshluta
þess. Vegna þess eigi ekki að
tala um slíkt í návist þess. Börn
sýna oft meiri skilning og nær-
gætni en fullorðið fólk, og þau
munu fúslega fylgja slíkum ráð-
um.
Þegar bamið eldist og fer að
ganga í skóla, skapast nýtt
tækifæri til fyllri og vísinda-
legri fræðslu í kynferðismálum.
En því miður er reyndin oft sú,
að á sama hátt og ýmsir for-
eldrar kjósa að varpa allri
ábyrgðinni af fræðslunni á
herðar kennaranna, eru margir
kennarar, sem hliðra sér hjá að
koma inn á þessi mál í kennslu
sinni. Kennarar og foreldrar
varpa þannig ábyrgðinni hvort
á annað. Sannleikurinn er hins
vegar sá, að fræðsla hvorra
tveggja er jafn nauðsynleg. For-
eldrar eiga að svala hinni nátt-
úrlegu forvitni bamsins fyrstu
bernskuárin, og kennaramir
eiga síðan að auka þá fræðslu
og gera hana fyllri í sambandi
við náttúrufræðikennsluna.
Það er auðvitað á valdi hinna
einstöku kennara, hvernig nátt-
úrufræðikennslunni er hagað í
hvert skipti. En ef markmið
kennslunnar á að vera fræðsla
í kynferðismálum, þá er misráð-
ið, eins og stundum er gert, að
dvelja of lengi við æxlunar-
aðferðir jurta og óæðri dýra-
tegunda, og nálgast síðan hægt
þær aðferðir, sem ríkja hjá
spendýrunum. Slík kennsla get-
ur orðið svo ópersónuleg, að
bamið finni ekki, að æxlun eigi
neitt skylt við mannlegt líf. Það
er reynsla fyrir því, að í skól-
um, þar sem þessi kennsluaðferð
hefir verið notuð, hafa kennar-
arnir tilhneigingu til að dvelja
lengi við frjóvgun jurta og
óæðri dýra, en fara fljótt yfir
sögu, þegar kemur að æxlun
spendýranna. Þetta er skiljan-
legt, því að flestir þeirra eru
aldir upp á þeim tímum, þegar