Úrval - 01.04.1944, Qupperneq 24
22
ÚRVAL
unni. Því kviðafyllri sem hann
verður, því meira beinist at-
hygli hans að kynfærunum, og.
við það aukast erfiðleikarnir, og
getur að lokum leitt til tjóns á
andlegri og líkamlegri heilbrigði
hans.
En ef honum hefir áður verið
kennt, að ekkert ljótt sé í kyn-
ferðismálunum, að það sé eðli-
legt, að þetta komi fyrir á þess-
um aldri, og að það sé heilbrigð
aðferð náttúrunnar til að losa
sig við óþarfan kirtlasafa, þá
mun hann lítinn gaum gefa því.
Líkamleg áreynsla, heilbrigð
störf, sem draga athygli hans
frá kynferðismálum, og heil-
brigð umgengni við stúlkur á
hans reki — allt þetta mun
hjálpa honum til að yfirvinna
erfiðleikana, sem þessari breyt-
ingu eru samfara.
Þess ber og að minnast, að
drengir á kynþroska aldri eru
mjög viðkvæmir fyrir því, ef
þeir halda að þeir séu eitthvað
líkamlega frábrugðnir stall-
bræðrum sínum, einkum þó ef
um er að ræða kynfærin, svo
sem að þau séu óeðlilega lítil,
eistun hafi ekki bæði komið nið-
ur, yfirhúðin of löng o. s. frv.
Stöðug hugsun um þessi sér-
kenni getur leitt til varanlegrar
vanmetakenndar. Dæmi eru
jafnvel til, að smávægileg sér-
kenni kynfæra hafi haft gagn-
gerð áhrif á allt líf manna. Þessi
viðkvæmni lýsir sér fyrst í því,
að unglingurinn er feiminn við
að afklæða sig í návist félaga
sinna, en seinna getur hún leitt
til þess, að hann tekur að forð-
ast félagsskap þeirra, sem loks
endar með því, að hann verður
einmana piparsveinn. Það er því
nauðsynlegt að gefa því með
nærfærni gaum, ef unglingur á
þessum aldri lætur í ljós ótta
um, að kynfæri sín séu ekki rétt
sköpuð, og eyða þessum ótta, ef
hann er ástæðulaus, ella leita
læknis.
En hjálp foreldranna á ekki
einungis að vera fólgin í því að
veita fræðslu. Það er ekki hægt
að meðhöndla kynferðismálin
sem sérstakt fyrirbrigði. Þau
verða að vera sem einn þáttur
í almennu lífsviðhorfi. Fyrstu
merki kynþroskans færa ung-
lingnum ný réttindi, nýjar
skyldur og nýja erfiðleika. Það
er ekki til nein einföld aðferð
til þroska, engin fyrirfram
ákveðin leið, sem unglingurinn
getur fylgt. Einkum á þetta við
um erfiðleika, sem mæta hon-
um, þegar kynhvöt hans er