Úrval - 01.04.1944, Side 28
26
ÚRVAL
Þó að það heyri kannske ekki
undir fræðslu í kynferðismálum,
er vel þess vert að bæta því við,
að fyrir andlega heilbrigði og
velferð unglingsins, er mikils-
vert, að foreldrunum lærist að
skilja, að eftir því sem árin
líða ber þeim að draga sig meira
og meira í hlé. Það er erfið
raun, én þó er það víst, að þeim
foreldrum, sem gera minnsta
tilraun til að halda við valdi sínu
yfir börnunum, lánazt bezt að
varðveita heilbrigt samband
við þau, samband, sem staðizt
getur tímans tönn. Enginn get-
ur lifað á hugsjónum og skoð-
unum annarra, og það er því
nauðsynlegra að hjálpa ung-
lingnum til að skapa sér sín
eigin lífssjónarmið, heldur en
að hindra hann í því. Hann
verður sjálfur að finna lausn-
ina á þeim vandamálum kyn-
ferðislífsins, sem bíða hans, og
þó að það verði með öðrum
hætti en hjá foreldrunum, get-
ur hún eigi að síður verið byggð
á hugsjón. Það er betra að
drengir og stúlkur lifi sam-
kvæmt eigin lífsviðhorfi og hug-
sjón, heldur en að þau reyni að
móta líf sitt í samræmi við
skoðanir, sem aðrir hafa neytt
upp á þau.
Það sem mest veltur á, er að
grundvöllurinn að allri lífsvið-
leitni þeirra sé leitin að hinum
eilífu verðmætum góðleiks,
sannleika og fegurðar.
-©-
Þrællinn og hundsbeinið.
Það var í ameríska þrælastriðinu. Liðsforingi úr her Norður-
rikjanna hitti gamlan negra og gaf sig á tal við hann.
„Heyrðu karl minn,“ sagði hann, „þú veizt, vænti ég, að þetta
strið milli okkar og Suðurríkjanna er aðallega háð þin vegna?“
„Ó, já, heyrt hefi ég það.“
„Nú, og þú þráir að fá frelsi, er það ekki?“
„Jú, það býst ég við.“
„Af hverju ertu þá ekki sjálfur í hernum?“
Gamli maðurinn klóraði sér í höfðinu. „Heyrou," sagði hann
loks, „hefirðu nokkum tíma séð tvo hunda berjast um bein?“
„Já, oft.“
„Og tók beinið nokkurn þátt i bardaganum?"
— Irving S. Cobb i „A Laugh a Day.“'