Úrval - 01.04.1944, Side 35
„BRENNIÐ E>IÐ VITAR'
33
ið hans með trúfesti, og þau
fluttust til Stokkhólms og tóku
þar íbúð á leigu. íbúðin varð
fljótlega að rannsóknarstofu,
því að Dalén eyddi ölium frí-
stundum sínum við tilraunir.
Á þessum árum höfðu Svíar
lagt fram stórfé til vitabygg-
inga og vörzlu meðfram hinni
löngu og erfiðu strandlengju
landsins, í rauninni um efni
fram. Hverjum vita varð að
fylgja húsnæði fyrir vitavörð-
inn og f jölskyldu hans, bryggja
eða önnur lendingarskilyrði til
að koma birgðmn. á land, og
gera ráðstafanir til að kenna
bömum vitavarðanna, ef þau
voru nokkur.
Um 1890 haföi mönnum tek-
izt að smíða vitaljósker, sem
þurfti ekki eftirlit nema 10.
hvem dag. En Dalén fannst það
ekki nóg, og tók nú að glíma
við þetta vandamál. Árið 1905
var uppfinning hans tilbúin.
Hann tengdi áhaldið við gas-
leiðslu, bar að því eldspýtu og
beið. Það heyrðist daufur smell-
ur mn leið og fyrsti skæri bloss-
inn kom, og síðan hver af öðr-
um, með reglulegu millibili. Hon-
um hafði tekizt að smíða fyrsta
sjálfvirka vitaljóskerið. Þessi
fmmsmíði var svo fullkomin,
að hún hefir haldizt að heita
má óbreytt fram að þessu.
Nú þurfti ekki lengur að hafa
vitaverði, og af því að á þessu
vitaljóskeri logaði ekki stöðugt,
minnkaði eyðslan á gasinu um
90 af hundraði. Gasgeymamir
entust því 10 sinnum lengur, og
einn bátur gat nú litið eftir
mörgum vitum. Þá var og unnt
að koma upp vitum á ýmsum
hættulegum stöðum, þótt ekki
væri hægt að lenda þar nema
endram og eins.
Þó að þessi uppfinning væri
svona fulikomin, var Dalén
samt ekki ánægður. Honum
fannst gaseyðslan ennþá of mik-
il, því að ljóskerið blossaði dag
og nótt. En áður en langt um
leið fann hann lausnina — sól-
rofann, sem bæði Edison og
þýzka einkaleyfisstofnunin neit-
uðu að viðurkenna. Dalén færði
sér bara í nyt það náttúrulög-
mál, sem lætur fólk ganga hvít-
klætt á sumrin og dökkklætt á
veturna, lögmálið um að hvítir,
gljáandi fletir endurspegli hita-
geisla, en dökkir, mattir fletir
sjúgi þá í sig. Sólrofinn hans
voru 3 gljáfægðar málmstengur
og ein svört. Á daginn dregur
svarta stöngin í sig meiri hita
en hinar, en af því leiðir ójafna