Úrval - 01.04.1944, Qupperneq 46
44
ÚRVAL
því sem þeir þroskuðust, urðu
þeir að fara einum og einum
stiga hærra, og loks voru þeir
beztu farnir að klifra upp áháa-
loft til að mála myndir sínar.
Ýmsar mestu landslagsmynd-
ir heimsins hafa verið málaðar
innan veggja, oft löngu eftir að
málarinn sá landslagið. Þetta
krefst mikils sjónarminnis, enda
getur málaralist þjálfað alhliða
og nákvæma eftirtekt og minni.
Ekkert er eins heillandi við
máíaralistina og ferðalögin.
Hún gerir þau að heillandi ævin-
týrum, þótt ódýrt sé að ferðast.
Hégómleiki ferðalangsins hverf-
ur, en í hans stað kemur hin
kyrrláta ánægja heimspekings-
ins. Sérhvert land, sem heim-
sótt er, hefir sín einkenni, og
enda þótt maður geti ekki mál-
að þau, þá þekkjast þau. Þér
munið þau alla ævi yðar og
getið lengi að þeim dáðst. En
þegar öllu er á botninn hvolft,
er engin þörf á að heimsækja
önnur lönd. Málarinn rásar
glaður og ánægður stað úr stað.
Hann beitir sinni skörpu eftir-
tekt að viðfangsefninu, og oft-
astnær finnur hann myndarefni,
sem hann getur haft með sér
heim.
Það er alger hvíld í því að
mála. Ég veit um ekkert, sem
hertekur hugann jafn gersam-
lega, án þess að ofþreyta líkam-
ann. Hverjar sem áhyggjurnar
eru eða kvíði fyrir framtíðinni,
þá hverfa þær eins og dögg fyr-
ir sólu, þegar myndin fer að
fæðast. Eg hefi oft fundið til
þess, þegar ég hefi staðið við
hersýningar eða — þótt leiðin-
legt sé frá að segja — í kirkju,
að það er þreytandi og mannin-
um óeðlilegt að standa lengi
uppréttur. En enginn, sem unun
hefir af að mála, finnur til
minnstu óþæginda, þótt hann
standi tímunum saman upprétt-
ur við að mála mynd.
Kaupið yður málarakassa og
reynið þetta. Það væri synd, að
eyða öllum tómstundum sínum
í knattleik og spil, þegar sjálf
listin bíður hinum megin við
hornið, reiðubúin að opna yður
huliðsheima fegurðar, ljóss og
hta. Verðlaunin eru ódýrf sjálf-
stæði, holl fæða og æfing fyrir
sálina, nýr skilningur og áhugi
á hinum hversdagslegustu sýn-
um, úrræði við aðgerðarleysi og
óendanleg, heillandi rannsókn-
arferð. — Ég vona, að þér ger-
izt þátttakandi.