Úrval - 01.04.1944, Síða 49
FJÁRGLÆFRAR SÆNSKA ELDSPÝTNAKÓNGSINS
47
Tóks honum að útvega stofn-
fé á skömmum tíma, og árið
1911 var skráð hlutafé talið um
114 milljón króna. Félaginu
vegnaði vel. Var því meðal
annars falið að byggja leikvang
fyrir Olympíuleikanna, sem þá
áttu að fara fram í Stokkhóimi.
Reksturinn var kominn á
traustan grundvöll, enda grædd-
ist félaginu mikið fé. Þetta
fullnægði þó hvergi nærri
metnaði Ivars Kreugers. Hann
vildi ryðja nýjar götur og
vinna nýja sigra og hann tók
nú fyrir alvöru að gefa eld-
spýtnaiðnaðinum gaum.
Faðir hans átti tvær eld-
spýtnaverksmiðjur, þegar hér
var komið sögu. Þær áttu
heldur örðugt uppdráttar og
rekstur þeirra gekk treglega.
Kreuger hófst þegar handa um
endurskipulagningu þeirra, og
ekki nóg með það, heldur stofn-
aði hann 8 eldspýtnaverksmiðj-
ur að auki. Var samanlagt
hlutafé þeirra allra um tólf
og hálf milljón króna. Árang-
urinn af starfi Kreugers var
undraverður. Á einum tveim
árum þrefaldaðist viðskipta-
veltan og var þá orðin jafn-
mikil og hjá stærstu keppinaut-
um hans. Óx viðskiptaveltan
síðan jafnt og þétt og árið 1915
var hún komin upp í 32 mill-
jónir króna. — En fyrirætl-
anir hans náðu lengra. Hann
vann nú að því leynt og ljóst
að sameina alla eldspýtnafram-
leiðslu Svíþjóðar. Bar sú við-
leitni þann árangur, að árið
1917 gengu allir keppinautar
hans að skilmálum þeim, er
hann setti.
Kreuger var gerður að yfir-
manni sænska eldspýtnafélags-
ins og réði yfir 18 verksmiðj-
um. Hlutafé þeirra nam sam-
tals rúmum 125 milljónum
króna, og var að nokkrum árum
liðnum komið upp í þúsund
milljónir. — Hagnaðurinn var
stórfelldur, enda greiddi Kreug-
er hluthöfum í fyrirtækjum sín-
um oftast arð, sem nam 12 til
15 af hundraði. Fyrirtækjunum
var vel stjórnað, enda þóttu
hlutabréfin trygg eign og menn
kepptust um að eignast þau.
Kreuger naut trausts alls
þorra manna, enda virtist allt
verða að gulli í höndum hans.
Til þessa var heldur ekkert í
fari hans, sem bent gæti til þess,
er verða vildi. Viðskipti hans
voru heiðarleg og hann mátti
heita traustsins verðugur. Ekki
er auðið að segja, hvað leitt