Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 50
48
ÚRVAL
hefir Kreuger út á óheillabraut-
ina, nema ef vera skyldi hinn
taumlausi metnaður hans. Hann
vildi ryðja nýjar brautir og
varð stöðugt að vinna nýja
sigra á sviði f jármálanna. Hann
var sundurgerðarmaður mikill
og glysgjam langt um hóf
fram. Aðalbækistöðvarnar í
Stokkhólmi voru hinar skraut-
legustu og ekkert sparað til að
gera þær sem glæsilegastar úr
garði. Aðalbygging eldspýtna-
félagsins í Stokkhólmi var eitt
fegursta og voldugasta skraut-
hýsi álfunnar. Einkask'rifstofur
Kreugers sjálfs voru hinar
dýrlegustu og búnar fegurstu
húsgögnum, sem auðið var að
fá. Verkafólk, verzlunarþjónar
og skrifstofumenn áttu við
mjög hagkvæm vinnuskilyrði
að búa, og yfirleitt mátti heita,
að sparnaður væri öldungis
óþekkt hugtak. Kreuger var á
skömmum tíma orðirin einn af
helztu fjármála- og auðjöfrum
álfunnar. — I einkalífi sínu var
hann óhófsmaður hinn mesti
og munaðargjarn úr hófi. Hann
var ókvæntur og virtist ekki
hafa hug til kvenna, að minnsta
kosti ekki á yfirborðinu. Sagt
er, að Kreuger hafi verið ást-
fanginn á yngri árum og verið
heitbundinn. Varð ekki af þeim
ráðahag og hermir sagan, að
upp frá því hafi Kreuger verið
fráhverfur hjónabandi, en leit-
að á náðir gleðikvenna. Þetta
var þó á fárra vitorði, enda
hafði Kreuger jafnan gott lag
á að leyna ráðagerðum sínum
og athöfnum, svo að jafnvel
nánustu vinir hans höfðu ekki
hugboð um ráðabrugg hans og
fyrirætlanir, eða hvað hann
hafðist að. Hið ytra var Kreug-
er maður hæggerður og rólynd-
ur. Hann virtist jafnvel hafa
tilhneigingu til feimni og ófram-
færni. Áttu þessir eiginleikar,
ásamt gegndarlausu örlæti á fé,
sinn þátt í að afla honum vin-
sælda og virðingar. Hin ytri
framkoma hans var óaðfinnan-
leg, en þó var hann tækifæris-
sinni í þess orðs fyllstu merk-
ingu og lét ekkert tækifæri
ganga úr greipum sér.
Við lok heimsstyrjaldarinnar
fyrri ríkti fullkomið fjármála-
öngþveiti um gervalla álfuna.
Fiest ófriðarríkjanna voru á
barmi gjaldþrots. Slíkt ástand
er hagkvæmt fyrir harðskeytta
fjáraflamenn og Kreuger var
maður, sem kunni að hagnýta
slíka möguleika. Hann bauðst
til að útvega hinum mergsognu