Úrval - 01.04.1944, Síða 51
FJÁRCLÆFRAR SÆNSKA ELDSPÝTNAKÓNGSINS
49
ófriðarþjóðum fé, en þó með
vissum skilyrðum. Á móti átti
að koma einkasöluleyfi á eld-
spýtum. Þannig samdi hann um
ýmis ríkislán, er voru samtals
um 1250 milljónir króna að upp-
hæð. Af þeim fékk Þýzkaland
helminginn gegn eldspýtna-
einkasölu í 32 ár.
Þegar Kreuger var kominn á
þessa braut, fékk ekkert stöðv-
að hann. Hann notaði öll ráð
til þess að koma áformum sín-
um í framkvæmd, greiddi gífur-
legar f járhæðir í mútur og hik-
aði ekki við að falsa skjöþefsvo
bar undir. Hann vax samninga-
liðugur og mjúkmáll og eng-
um kom til hugar að gruna
sjálfan eldspýtnakónginn um
græzku. Á þennan hátt hugðist
hann að ná undir sig allri eld^
spýtnaframleiðslu heimsins. Til
þess að' ná því marki, skirrðist
hann ekki við að beita hvers
kyns blekkingum, svikum og
prettum. Hann kunni manna
bezt að gylla fyrirætlanir sínar,
og lánstraust hans mátti heita
takmarkalaust. — Þegar við-
skiptabankar hans kröfðust
frekari trygginga, veðsetti hann
hinar miklu eignir sínar, og þeg-
ar þær voru gengnar til þurrð-
ar, veðsetti hann eignir, sem að-
eins voru til á pappírnum. Orð
hans voru næg trygging fyrir
slíkum falsskjölum. Hann var
snillingur í bókfærslu og kunni
að laga efnahagsreikninga í
höndum sér eftir því sem við
átti hverju sinni. Hann stofn-
aði fjölda leppfélaga. Hlutabréf
þeirra voru jafnan keypt, þótt
eignir þeirra væru í rauninni
aðeins til á pappírnum. Skulda-
bréf þeirra notaði hann tii
eignaaukningar félaganna inn-
byrðis og tókst á þann hátt að
auka verðmæti þeirra á papp-
írnum um gífurlegar fjárhæðir
og þenja lánstraustið að sama
skapi. Er sagt, að Kreuger hafi
stofnað allt að 500 slík leppfé-
lög. — Þessari svikamyllu var
hægt að halda í gangi á tiltölu-
lega áhættulausan og ódýran
hátt, þar sem meginþorri skulda-
bréfanna var jafnan í umferð
og talin tryggustu verðbréf,
sem auðið var að fá. Þau voru
dreifð um allan heim, gáfu góð-
an arð og hækkuðu stöðugt í
verði.
Ekki er vitað með vissu, hve-
nær Kreuger hóf fjárglæfra-
feril sinn. Halda margir því
fram, að hann hafi þegar byrj-
að árið 1915, en almennt er tal-
ið að fjárbrall hans hafi ekki