Úrval - 01.04.1944, Page 54
52
UHVAL,
samtals rúmum 1250 milljón-
um króna. — Hlutabréfin urðu
þegar verðlaus og þúsundir
manna á svipstundu firrtir al-
eigu sinni og afkomu. Margir
frömdu sjálfsmorð í örvæntingu
smni.
Þetta er í fám dráttum saga
eins hins snjallasta fjárglæfra-
rnanns, sem nokkuru sinni hefir
uppi verið. Hann erfði dugnað
forfeðra sinna, en auðnaðist
ekki að feta í fótspor þeirra að
öðru leyti. Hann kaus þá leið-
ina, sem vænlegri var til f jár í
fyrstu, en brást, er á reyndi.
Hefði hann aldrei hvikað frá
réttri braut, er ekki auðið að
vita, hverju snilli hans hefði
áorkað. Vafalaust hefði hann
getið sér meiri orðstír sem heið-
virður og mikilsmetinn fjár-
mála- og athafnamaður en sem
mesti og ófyrirleitnasti fjár-
glæframaður, sem sagan grein-
ir frá. — Hann hafði ekki þrek
til þess að horfast í augu við
örlög sín og taka afleiðingunum
af gjörðum sínum. Hann kaus
heldur að hverfa í skyndi á
brott frá öllu saman, rétt eins
og logamir á eldspýtnakrílun-
um, sem hann lét búa til.
c\> • oo
Heimsöguleg' frímerki.
Við fengum nýlega bréf frá Sviss, sem gaf næsta grátbros-
lega mynd af þróun stjómmálanna í heiminum. Fyrir nokkrum
árum var haidinn alþjóðleg afvopnunarráðstefna í Genf í Sviss.
Svisslendingar eru kurteisir menn og í tilefni þessa atburðar
gáfu þeir út sérstök frímerki með mynd af brotnu sverði og
hvítri dúfu fyrir ofan. Stríðið brauzt út, en haldið var áfram
að nota þessi fallegu frímerki. Til að vemda hlutleysi sitt neydd-
ust Svisslendingar hins vegar til að auka vígbúnað sinn og buðu
í því skyni út innanlandslán. Sérstök auglýsingamerki voru
gefin út og límd á öll bréf, og stóð á þeim. „Leggið yðar skerf til
vígbúnaðarlánsins! “
Þannig var á bréfinu, sem við fengum, ekki aðeins mynd af
hvitu dúfunni með olíuviðargreinina í nefinu — tákni friðarins
— heldur einnig áskorun um að styrkja vígbúnað. Þannig getur
heimspólitíkin opinberað innsta eðli sitt og kjarna utan á einu
litlu bréfi.
Népszava, Budapest.