Úrval - 01.04.1944, Page 62
60
ÚRVAL
mundirðu sjá aragrúa af þess-
um sorphreinsurum, og marga
þeirra fallna. Þeir berjast
hraustlega til að vama sýklun-
um að komast inn í blóðið, því
að ef þeir bíða ósigur og sýkl-
arnir komast inn í blóðið, þá
getur það leitt til dauða. Lækn-
irinn getur fylgzt með því, hvað
orustunni líður, með því að telja
hvítu blóðkomin í blóðinu. Sá
liðsafli, sem sendur er á vett-
vang, gefur til kynna, hve liðs-
afli óvinanna muni vera mikill.
Þegar eitthvað verður að líf-
fæmnum, sem framleiða rauðu
og hvítu blóðkornin, senda þau
ófullburða blóðkorn út í blóðið.
Kröfumar til ,,framleiðend-
anna“ eru með öðmm orðum
meiri en þeir geta fullnægt.
„Sorphreinsararnir" fá ekki
tíma til að ná fullum þroska,
áður en þeir eru kallaðir til
starfa; í stað þess em þeir
sendir út í reifum, ef svo mætti
segja. Ef læknir finnur slík
,,reifabörn“ í blóði sjúklings,
þarf hann ekki frekar vitnanna
við, hvað að er.
Þannig getur hvítklæddi mað-
urinn, sem stingur þig í hand-
legginn eða fingurgóminn, og
þú freistast kannske til að líta
á heldur óhým auga aflað
mikilvægra upplýsinga, sem
orðið geta lækninum mikil stoð
í að ákvarða sjúkdóm þinn.
Blóðpróf er ekki gagnslítið
vanaverk. Það er þverskurður
af sjálfu lífinu — af litlum verk-
smiðjum, efnarannsóknarstof-
um, ,,sjálfsölum“, og hermönn-
um á leið til vígvallanna.
Heiðarlegur unglingur.
í>egar piltunginn fór að leita sér vinnu, fór móðir hans með
honum. Þau ræddu stundarkorn við hinn væntanlega atvinnu-
veitanda, sem var kaupmaður. Loks spurði kaupmaðurinn.
„Ertu sannsögull, drengur minn?“
Móðirin varð fyrri til svars.
„Já, það er hann,“ sagði hún, „en auðvitað veit hann, að
bisness er alltaf bisness."
Answers.