Úrval - 01.04.1944, Síða 64
62
ÚRVAL
bók Sir Richards Pagets, og
hafði ekki lesið síðari bók hans
um sama efni „This English“
(1935). Þar sem rannsóknir
mínar leiddu mig á furðulegan
hátt eftir sömu götum og Sir
Richard hafði gengið, finnst
mér við eiga að birta aðalniður-
stöður rannsókna minna. Af
þeim 2200 orðarótum úr indó-
evrópsku, er málfræðingar hafa
leitt í ljós, má skýra þýðingar-
mesta hlutann með eftirlíkingu
talfæranna á hreyfingum hand-
anna, er maðurinn lærði fyrst
að tala. Annar hlutmn er orða-
rætur, sem telja má líkingar á
háttúnihljóðum, öskri dýra,
hvini storms, niði sjávar o. þ. h.
Þriðji hlutinn skiptir ekki miklu
máli, en það eru orð er tákna
sjálfkrafa tjáning tilfinninga,
hláturs, gráts, hósta, hnerra
o. s. frv.
Á grundvelli þessara megin-
ályktana hefi ég myndað kerfi
yfir varahljóð, tannhljóð, lin-
hljóð og gómhljóð. Sé kenning-
in rétt, eiga orð, er byrja á vara-
staf, að þýða að babla, halda,
;geyma eða brjóta, ef vörum er
lokað. Dæmi: babla, blaðra,
böggull, bátur, berja. Séu var-
irnar opnar, þýðir varastafur-
iím að fljóta, breiðast út, anda
með hávaða: fnæsa. Séu kinn-
arnar um leið blásnar út, tákn-
ar stafurinn að blása upp,
stækka.
Rætur orða, sem byrja á tann-
stöfum þýða svipað, því að
frummaðurinn beit annað hvort
saman tönnunum eða lagði
tungubroddinn að þeim til að
tákna að taka eða snerta (latínu
tango, ,,snerti“, þrífa). í sam-
bandi við r var merkingin að
titra (lat. tremere). Við athug-
un á sambandi sér- og sam-
hljóða hefi ég fundið nýja skýr-
ingu á hljóðvarpi: sérhljóðinn e
táknar upprunalega bendingu á
sjálfan sig (eg), en u bendingu
á aðra persónu (tu, þú). Sér-
hljóðarnir u og o eru svipaðir,
og breytingin frá e til o (sbr.
sérstaklega grísku) táknar
mun nálægðar og fjarlægðar í
tíma og rúmi. Því er e yfirgnæf-
andi í nútíð en o í fortíð. Hljóð-
ið i táknar lítinn hlut eða hug-
tak, eins og margir málfræðing-
ar hafa sýnt fram á, þar á með-
al Otto Jespersen. Sé i tengt e,
þýðir hljóðvarpið e-i eitthvað,
sem leiðir af eða streymir frá
e (ég), áberandi í fyrsta flokki
sterkra sagna. Mikill hluti þessa
sagnflokks þýðir að hreyfast í
burt (lat. eo, ivi, ,,fara“, líða,