Úrval - 01.04.1944, Side 65
INDÓ-EVRÓPSK TUNGUMÁL
63
skrifa). Hljóðvarpið e-u er eft-
irlíking hringrásar og því ein-
kennandi fyrir annan flokk
sterkra sagna, sbr. grísku kuma,
„sjór“, kylfa.
Samhljóðinn s er eftirlíking
náttúruhljóðs, svo sem renn-
andi vatns, sjávarniðs eða vind-
hvins. Af 330 rótum í indó-
evrópsku, sem byrja á s, þýða
93 þetta fernt: (1) að renna
(um vatn), sindur, snýta,
straumur, (2) að setja á hreyf-
ingu (um vatn), streyma, sjóða,
(3) að draga upp vatn eða
drekka, sloka, (4) ýmiskon-
ar hreyfing: skríða, sveigja,
slöngva, skaka, svífa, einnig sel-
ur, snákur, sleði, sund, skot.
Rætur, sem byrjaágómhljóðum,
tákna að gapa, gína (við fæðu).
Rætur, sem byrja á linhljóðum,
1 og r, hafa ýmsa merkingu. R-
rætur þýða aðallega hávaða
(sanskrit rasati: öskra),
einnig hreyfingu, renna, rísa og
að teygja og rétta: röð. L-rætur
tákna aðallega að hreyfa, renna
hægt, liggja hreyfingarlaus,
sleikja (þýzku lecken) og
leika.
Þegar athugaðar hafa verið
eftirlíkingar dýrahljóða (fugla-
kvaks, gelts, ýlfurs, jarms og
þess háttar), er tala þeirra orð-
róta, sem þannig má skýra, orð-
in um 500, eða um fjórði hluti
þess efniviðar, er fyrir liggur.
Þessar 500 rætur eru undirstaða
indóevrópskra tungna og hafa
allar hlutkennda (concret)
merkingu. Flestar hinna hafa
óhlutkennda (abstract) merk-
ingu. Það er verkefni síðari
rannsókna að skýra, hvemig
rætur hlutkenndrar merkingar
hafa öðlazt óhlutkennda þýð-
ingu.
Markmið málvísinda síðustu
hundrað ára hefir verið að
rannsaka öll tungumál indó-
evrópska flokksins (og auðvit-
að marga flokka aðra) til þess
að safna miklum f jölda orða og
bera saman, í því skyni að
byggja upp aftur frumger-
mönsku og indóevrópsku og
finna lögmál þau, er á öllum
tímum hafa valdið breytingum
á orðum og merkingum. Mál-
fræðingar hafa látið sér nægja
að safna stórmiklum fróðleik.
En málvísindin verða að gerast
upprunavísindi á sama hátt og
Darwinskenningin. Sérhvert
tungumál veraldar verður að
rannsaka með tilliti til uppmna
og framvindu. Eftir þrjátíu ára
málfræðistarf er ég sannfærður
um að engin skýring á uppruna