Úrval - 01.04.1944, Síða 66
Nýjungar í vísindum.
Molar úr „Science Digest".
Penicillin við sýfilis.
Tilraunir hafa verið gerðar
á Marine-sjúkrahúsinu í Staten
Island í Bandaríkjunum til að
lækna sýfilis með penicillin (sjá
Úrval 6. h. 2. ár.). Fjórum sýfil-
is-sjúklingum var gefið peni-
cillin í átta daga, og virðast
þeir allir hafa fengið fulla
heilsu. Þó er talið, að eins árs
stöðugt eftirlit sé nauðsynlegt,
áður en hægt er með öruggri
vissu að skera úr um það, hvort
fullur bati hafi fengizt.
Megin ókosturinn við öll lyf,
sem notuð hafa verið við sýfilis,
er sá, að þeim fylgja eiturverk-
anir. Penicillin hefir ekki þenn-
an ókost, það er algerlega
laust við eiturverkanir, og er
slíkt vitanlega ómetanlegt.
John F. Mahoney, sá sem
stjórnaði tilraummum, leggur
áherzlu á í skýrslu sinni, að
þótt þessar fyrstu tilraunir,
lofi góðu, sé nauðsynlegt að
gera mörg hundruð tilraunir,
áður en hægt sé að skera úr
því með öruggri vissu, að peni-
cillin sé óbrigðult lyf við
sýfilis.
Dr. Mahoney hefir einnig
gert tilraunir til að lækna lek-
anda með penicillin. Þrjú
hundruð sjúklingum var gefið
penicillin í 15 klukkustundir,
tungumáls er eins aðgengileg
og kenningin um að hljóðin séu
eftirlíking þeirra hreyfinga,
sem frummaðurinn notaði til
tákna, áður en hann lærði að
beita raddfærunum. Langur
tími kann að líða, áður en mál-
fræðin er komin á þetta stig.
Málfræðingar óttast að vera
álitnir nýjungasmiðir og kjósa
yfirleitt heldur að ganga troðn-
ar slóðir.
Síðan þessi grein birtist í „Nature"
fyrir liðlega tveim mánuðum, hefir
ameríska stórblaðið „New York
Times“ birt alþýðlegan útdrátt úr
henni og vakið athygli á vísinda-
starfi próf. Alexanders Jóhannesson-
ar. Ritstj.