Úrval - 01.04.1944, Side 67
NÝJUNGAR I VlSINDUM
65
og fengu allir bata nema einn.
Flestum þeirra hafði áður ver-
ið gefin sulfalyf, án árangurs.
Albert Deutsch í „PM“.
Vatnsheldar sígarettur.
Verksmiðja nokkur í Banda-
ríkjunum hefir búið til sígar-
ettupappír, sem er vatnsheldur.
Hann er algerlega bragðlaus
og lyktarlaus og þolir hvers-
konar veðurfar, auk þess sem
sígaretturnar þola miklu betur
geymslu. Öll framleiðsla fer til
hersins á meðan á stríðinu
stendur.
Vitamin-sykur.
Með nýrri aðferð við sykur-
vinnslu hefir tekizt að framleiða
sykur, er inniheldur öll þau
málmsölt og fjörefni, sem er í
hráum sykurreymum, en hann
er mjög auðugur af fjörefnum.
Aðferðin er í því fólgin, að
sykurreyrsafinn er þurrkaður
við miklu minni hita en áður,
á svipaðan hátt og þegar blóð-
vatn er þurrkað. Efnið, sem
þannig fæst er rjómalitað duft,
sætt á bragðið, en auk þess
með beizkjukeim, sem svipar
mjög til appelsínusafa.
Við efnagreiningu kom í ljós,
að sykurinn inniheldur 3,5%
málmsölt, og auk þess A f jör-
efni, alla flokka B fjörefnis, C
og K fjörefni. Nálega helmingi
meira sykurmagn fæst úr syk-
urreyrsafanum með þessari að-
ferð.
National Can Corporation.
Ný bökunaraðí'erð.
Nýja brauðbakstursvél, sem
er fljótvirkari og bakar betur
en venjulegir bökunarofnar,
hefir Ameríkumaður, að nafni
Franklin H. Wells, fundið upp
og sótt um einkaleyfi á. Hann
notar innrauða geisla í stað
hitageisla.
Pönnur, sem deigið er sett á,
eru látnar á renniborða, sem
bera þær framhjá röð af lömp-
um, er gefa frá sér innrauða
geisla. Slíkir lampar eru nú
þegar mikið notaðir við þurrk-
un á málningu og emailleringu.
Af því að innrauðir geislar
smjúga betur í gegnum föst
efni en hitageislar, þá bakast
brauðið nokkurn veginn sam-
tímis yzt sem innst. Tímaspam-
aður við bökunina nemur 20
til 30 %. Auk þess verður
skorpan miklu mýkri og brauð-
ið ljúffengnara.
títrýming ránfiska í vötnum.
Vitað er að ránfiskar eins og
vatnakarfinn og aðrir skyldir