Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 68
66
ÚRVAL
fiskar (t. d. gullfiskurinn ) valda
árlega miklu tjóni á nytjafisk-
um, eins og t. d. silung. Fiski-
menn við vötn í Ameríku hafa
nú tekið upp nýja aðferð til að
útrýma þessum ránfiskum, sem
er í því fólgin, að allir lifandi
fiskar í vatninu eru ,,svæfðir“
með upplausn ákveðins eitur-
efnis.
Efni þetta er kallað „roten-
one“ og fæst úr jurt, sem heit-
ir derrisrót. Hún vex í Suður-
Ameríku og hafa Indíánar um
langan aldur notað hana til að
eitra með örvar. Efnið er sett
í poka, sem dregnir eru aftan
í báti fram og aftur um vatnið,
eða látnir í ár og læki, sem
renna í vatnið og bera með sér
eitrið. Verkanir þessa eiturs
eru þannig, að það svæfir fisk-
ana án þess að gera þeim var-
anlegt mein, ef þeir eru teknir
úr vatninu strax og þeir fljóta
upp.
Klukkutíma eftir að eitrið
hefir verið síað út í vatnið, taka
fiskar af öllum tegundum að
fljóta upp á yfirborðið, og eru
þeir teknir jafnóðum. Nytja-
fiskamir em þegar settir í
ferskvatnsgeyma, þar sem þeir
koma brátt til sjálfs sín. En
ránfiskamir em hirtir og seldir
til áburðar eða annarrar notk-
unar. Eftir tvær vikur eru eit-
uráhrifin horfin úr vatninu og
er þá hægt að setja nytjafisk-
ana í það aftur. Aðferð þessi er
sú gagngerðasta og ódýrasta,
sem enn hefir fundizt til að út-
rýma ránfiskum.
Sem dæmi um árangur henn-
ar má nefna Krystalvatnið í
Kaliforníu. Það hafði ámm
saman verið eitt fiskisælasta
vatnið í Kaliforníu og veiddist
þar einkum mikið af urriðateg-
und einni, sem nefnist „regn-
bogasilungurinn“, og þykir
mjög lostætur. En fyrir nokkr-
um ámm tók veiðin mjög að
þverra. Athuganir leiddu í ljós,
að orsökin mundi vera sú, að
ránfiskar ætu ungviðið. Gerð
var tilraun til að útrýma þeim
með rotenone. Um 100.000 gull-
fiskar og 150.000 vatnakrabbar
náðust með þessu móti. Þeir
fáu silungar, sem upp flutu
voru settir í vatnsgeyma og
látnir í vatnið aftur, eftir að það
var orðið hreint. Áður en langt
um leið tók silungsveiðin á ný
að aukast í vatninu, og nú er
Krystalvatnið aftur orðið eitt
af fiskisælustu vötnum Kali-
forníu.
— Curtis Zahn.