Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 70
68
TJRVAL,
sagt að standa þarna þrjá til
fjóra tíma og gefa nánar gæt-
ur að öllu; þá hlyti ég að hafa
nóg frásöguefni. Herkonan var
roskin og tekin til augnanna.
Hún var kvefuð og ég smitaðist.
Dag eftir dag var ég sendur
til þess að fá upplýsingar á
hjálparstöðvunum og vera við-
staddur við útburð leigjenda.
Á hverjum morgni heimsótti ég
allskonar vesalinga og aum-
ingja, sem sátu og störðu í
gaupnir sér meðan ég spurði þá
spjörunum úr. Ritstjórar blaðs
míns trúðu því einlæglega, að
slík viðtöl hvettu fólk til að
leggja meira af mörkum í sam-
skotasjóði til hjálpar bágstödd-
um jólin, og að sumu leyti
gerðu þau það, en á hinn bóginn
var mér ljóst, að ég hafði engan
rétt til að gera mig heimakom-
inn hjá hinum nauðstöddu og
þaulspyrja konur og karla um
hagi þeirra, af þeirri einu
ástæðu, að eymd þeirra og
óhamingja var á einhvern hátt
óvenjulegt fyrirbrigði. Fram-
koma fólksins, sem ég talaði
við, dró líka úr mér kjarkinn.
Það bar ekki á neinni reiði hjá
því; það var sljótt og andlaust.
Ég er viss um, að fáir vildu
láta prenta frásagnir sínar, en
þeir svöruðu spurningum mín-
um af ótta við, að þeir yrðu síð-
ur hjálpar aðnjótandi, ef þeir
gerðu það ekki. Þeir héldu, að
ég væri eitthvað viðriðinn stjórn
hjálparstarfseminnar. — Mér
fannst ég vera að nota mér
óhamingju annara. Trú mín á
mannlegum virðuleik var að
þrotum komin, þegar atvik kom
fyrir, sem hressti hana við.
I býtið einn morgun, nokkrum
dögum fyrir jól, hringdi maður
til blaðsins og sagði, að þegar
hann hefði verið á gangi með
hund sinn í Centralgarði kvöld-
ið áður, hefði hann rekizt á
mann og konu, sem kváðust.
hafa búið nærri árlangt í helli
þar í garðinum. Hann sagðist
hafa séð þau húka í hellinum
við lítinn eld, er þau höfðu
kveikt, og þar sem hann hefði.
óttast að þau frysu í hel um
nóttina, hefði hann talið þau á
að fara úr garðinum og útvegað
þeim herbergi með húsgögnum.
„Ég vildi að þið skrifuðuð um
þau í blaðið,“ sagði maðurimi í
símanum, „það gæti orðið til
þess að þau fengju atvinnu.“
Ég fór og heimsótti manninn
og konuna. Þau bjuggu í fjöl-
býlishúsi við Sextugasta stræti,
skammt frá garðinum. Herbergi