Úrval - 01.04.1944, Síða 71
HELLISBÚAR
69
þeirra var á fjórðu hæð. Það
hafði snjóað dálítið um nóttina,
og það var svolítið snjóföl í
gluggakistunni. — Maðurinn
kvaðst heita James Hollinan og
vera atvinnulaus trésmiður.
Hann var lítill maður vexti,
gráhærður og sinaber. Hann
var í óhreinum leðurjakka og
búskinnsbuxum. Kvenmaðurinn
var eiginkona hans. Hún hét
Elísabet og var atvinnulaus
hótelþema. Þegar mig bar að
garði var Hollinan að fara út.
Hann var búinn að setja hatt-
inn á höfuðið og kominn í snjáð-
an frakka. Ég sagði honum,
hver ég var.
„Mig langar að leggja fyrir
ykkur nokkrar spurningar,"
sagði ég.
„Talið við konuna," sagði
hann, „hún talar fyrir okkur
bæði.“
Hann sneri sér til konunnar.
„Ég ætla að skreppa út og ná
1 einhvern matarbita," sagði
hann.
„Náðu í brauð með eggjum
og kaffi,“ sagði hún og lagði
nokkra skildinga í lófa hans,
„við eigum þá sjö sent eftir.“
„Gott og vel,“ sagði hann og
fór.
Ég bað frú Hollinan að segja
mér eitthvað frá lífi þeirra í
hellinum. Meðan hún svaraði
spumingum mínum, bjó hun
um rúmið, og virtist hún hafa
mikla ánægju af því verki. Ég
gat vel skilið það; þetta var í
fyrsta skipti sem hún hafði bú-
ið um rúm í langan tíma.
„Ég skal segja yður, hvemig
í þessu liggur,“ sagði hún, um
leið og hún hagræddi koddan-
um; „við vorum rekin út úr
íbúð okkar um miðjan desem-
ber í fyrra. Þegar við leituðum
til hjálparstöðvarinnar, reyndu
þeir að skilja okkur að. Þeir
vildu senda mig í eina átt og
manninn minn í aðra. Þá sagði
ég: „Við sveltum saman.“ Þeg-
ar kvöldaði, vorum við stödd í
Centralgarði. Við fundum hell-
inn og földum okkur þar. Seint
um kvöldið kveiktum við eld.
Það höfum við gert á hverju
kvöldi í nærri því ár.“
Hún sléttaði úr ábreiðunni,
þar til enga hrukku var að sjá
og settist svo á rúmstokkinn.
Það var aðeins einn stóll í her-
berginu.
„Auðvitað,“ hélt hún áfram,
„var stundum svo kS.lt og vætu-
samt í hellinum, að ekki var
hægt að hafast þar við. Þá fór-
um við í kirkju uppi í borginni,