Úrval - 01.04.1944, Page 80
78
ÚRVAL
Næst fengum við okkur að
reykja og kveiktum í einni
sígarettunni við eldinn af þeirri
næstu á undan. Við höfðum
nægar birgðir af sígarettum,
því að við vorum með 5000
handa vinum okkar í Englandi,
en við höfðum aðeins eitt bréf
af pappaeldspýtum, auk kveikj-
ara Daves.
Á tíu mínútna fresti börðum
við okkur til hita, eða spörkuð-
um í veggi flugvélarinnar, en
samt gátum við ekki varizt
kuldanum. Dave fór fram í
stjórnklefann og leit á loft-
hraðamælinn. Hann sýndi 100
km. vindhraða á klst. og maður
gat næstum fundið næðinginn
í gegnum stálhliðar flugvélar-
innar.
Ég efast um að við hefðum
getað haldið lífi í sólarhring,
ef A1 hefði ekki dottið það
snjallræði í hug, að rífa fallhlíf-
amar okkar í ræmur og vefja
þeim utan um fótleggi okkar og
bol. Um miðnætti var frostið
orðið tæplega 41 stig og við
hríðskulfum. Þá tókum. við það
ráð að skríða inn í stél flugvél-
arinnar og liggja þar hver ofan
á öðrum. A1 lagðist á gólfið, ég
ofan á hann og Dave ofan á
okkur báða, en síðan dró hann
fallhlífarslitur ofan á okkur.
Með þessu móti hlýnaði okkur
lítið eitt, en skjálftinn hvarf
samt ekki. Lágum við þannig
alla nóttina og skiptumst á að
vera í miðjunni, þvi að þar var
hlýjan mest.
Við töluðum saman alla nótt-
ina — um allt, sem okkur datt
í hug. Við afréðum að taka upp
stranga skömmtun á innihaldi
kexkassans, sem við höfðum
með okkur. Við höfðum ekki
annað matar og samþykktum,
að dagsskammturinn skyldi
vera ein kexkaka. Hver kaka
var um hálfur þumlungur á
á hvorn veg og þær voru sagð-
ar fullar af vitamínum, en okk-
ur fannst þær eins og sag á
bragöið.
Þá barst talið að Gandhi og
hvað menn gæti lifað lengi, án
þess að neyta matar. Við urðum
heldur vonbetri, er við ræddum
um þetta, því að við vissum, að
hann var bara lítill og skininn
vesalingur, og ef hann gat dreg-
ið fram lífið matarlaus í 50—60
daga, þá hlutum við að geta það
líka. En við minntumst ekki á
það, hvað Gandhi stæði miklu
betur að vígi vegna loftslagsins.
og hitans í Indlandi.
Klukkan átta næsta morgun