Úrval - 01.04.1944, Qupperneq 82
80
tJrval
uðu að fallast hendur og við
urðum hljóðir og þöglir.
Sama kveldið var ég að fikta
við útvarpstækið okkar og
heyrði þá allt í einu í kana-
diskri stöð, mjög lágt og veikt.
Ég sendi þegar út neyðarmerki
ásamt með staðarákvörðun okk-
ar og var svarað á þá leið, að
skeyti mitt hefði skilizt, — og
þá var rafgeymirinn okkar
tómur.
Ég var orðinn svo loppinn
síðast, þegar ég var að senda,
að ég varð að lemja á lykilinn
með hnefanum. En þetta hressti
okkur mikið og næstu tvo sól-
arhringa gengum við um gólf,
reyktum og nörtuðum í kex-
kökumar — en nú var dag-
skammturinn aðeins fjórðung-
ur úr köku.
Það dró ekkert úr storminum
eða kuldanum og innan á flug-
vélina settist æ þykkari ísing.
Hún var nú orðin þrír þuml-
ungar á þykkt. Maður hafði
það á tilfinningunni, að ísinn
væri smám saman að kremja
mann til bana og það væri aðeins
hægt að stöðva hann með því
að hætta að anda.
Við vorum orðnir sárir innan
í munninum af því að sjúga ís
og snjó og það blæddi úr góm-
unum. En hversu mikið, sem
við sugum af ís, þá gátum við
aldrei slökkt þorstann. Engum
okkar hafði komið dúr á auga,
síðan við fómm frá Nýfundna-
landi, en samt vorum við hættir
að finna til hungurs og þreytu.
Sjötta morguninn létti til og
við blésum lofti í gúmmíbátinn,
eyðilögðum sprengjumiðara vél-
arinnar, brendum öllum skjölum
og notuðum logann til að hita
bolla af kaffi. Síðan lögðum
við af stað, en það var erfitt
að draga bátinn og við vorum
orðnir móðir eftir 50 metra.
Eftir tveggja stunda erfiði vor-
um við aðeins búnir að fara
um mílufjórðung og þá byrjaði
enn að snjóa. Við vissum, að
okkur mundi ekki lengi lífs
auðið í þessu veðri á bersvæði,
svo að við bratumst aftur til
flugvélarinnar og leituðum
skjóls í henni á ný.
Næsta dag varð gerbreyting
á veðrinu, þá varð allt í einu
12 stiga hiti og það fór að
rigna. Þegar við fóram út úr
flugvélinni, var eins og við
værum komnir til hitabeltisins.
Snjórinn var orðinn að krapi
og færðin enn verri en daginn
áður, en við gengum samt til
kvelds.